10.05.1984
Neðri deild: 85. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5696 í B-deild Alþingistíðinda. (5006)

329. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð Íslands. Hér er um að ræða mál sem hefur komið oft til umr. á Alþingi og ég sé ekki ástæðu til að gera mikla grein fyrir því nú. Frv. þetta er flutt vegna þess að gert er ráð fyrir því að skuldbreytingalán til fiskiskipa geti numið allt að 90% af húftryggingarverðmæti þeirra, en núgildandi heimildir laga gera aðeins ráð fyrir því að lánin megi nema allt að 3/4 hlutum kostnaðar eða matsverðs.

Frv. þetta er því flutt til að afla heimildar til að auka þetta hlutfall í samræmi við skuldbreytingar sem nú er unnið að á vegum Fiskveiðasjóðs.

Ég vil að lokinni þessari umr. leggja til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.