11.05.1984
Efri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5706 í B-deild Alþingistíðinda. (5025)

220. mál, ábúðarlög

Frsm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Það kemur sér vel fyrir kvefaðan frsm. að hér getur dugað stutt framsaga. Það nál. sem ég mæli fyrir er um frv. til l. um breytingu á ábúðarlögum og flutningur þess og umfjöllun öll er í beinum tengslum við þá breytingu á jarðalögunum sem hér hefur verið áður fjallað um.

Í frv. er lagt til að landnámsstjórn verði lögð niður og að reglum um viðurkenningu á nýjum býlum verði breytt þannig að samþykki landbrn. þurfi til að stofna nýtt býli til búvöruframleiðslu, enda séu þá uppfyllt ýmis skilyrði sem fram koma í frv. Þess vegna er lagt til að þessum lögum verði breytt til samræmis við þær tillögur sem felast í framangreindu frv. um breytingu á jarðalögum.

Ég sé ekki, herra forseti, ástæðu til að fjalla nánar um þetta mál, en vænti þess að það fái greiða leið í gegnum þessa hv. deild.