11.05.1984
Efri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5720 í B-deild Alþingistíðinda. (5039)

306. mál, skattskylda innlánsstofnana

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Í tilefni af þessari síðustu ræðu langar mig að segja fáein orð. Ég þyrfti þó sjálfsagt ekkert að gera það vegna þess að hv. þm. Ragnar Arnalds greindi sjálfur frá því hér undir lokin að hann vissi þetta, hefði fengið um það upplýsingar. Ég taldi mig hafa lagt þetta blað frá Seðlabankanum hér á borð nm. A. m. k. voru sumir með það í höndum strax og ég fékk það. Það var öðru hvoru megin við helgi, ætli það hafi ekki verið á þriðjudegi líklega ekki fyrr en allavega gaf ég hv. þm. Ragnari Arnalds þessar upplýsingar nákvæmlega eins og hann fór með þær hér. Tölurnar voru um það að tekjurnar mundu riðlast nálægt því úr 175 millj. niður í 120 millj. og síðan komu þessar tvær brtt. sem ég gerði hér rækilega grein fyrir áðan, að önnur mundi kosta um 3 millj. og hin um 5. Þess vegna var talan 18 alveg rétt hjá þm., hann veit þetta allt saman.