11.05.1984
Neðri deild: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5727 í B-deild Alþingistíðinda. (5075)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Frsm. minni hl. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Hv. frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. var að ljúka máli sínu með nokkuð sérkennilegum hætti. Hann baðst afsökunar á málinu sem hann var að mæla fyrir. Honum er vorkunn. Það frv. sem hér er á ferðinni leysir engan vanda í ríkisfjármálum, veltir vandanum yfir á næstu ár með stórfelldum erlendum lántökum í rekstri ríkisins.

Þegar hæstv. forsrh. mælti fyrir þessu frv. fyrir nokkrum dögum 4. maí s. l., komst hann m. a. svo að orði, með leyfi hæstv. forseta:

„Afleiðingar efnahagskreppunnar í heiminum, sem hófst 1979 með stórfelldri olíuverðshækkun, hrun loðnustofnsins 1981 og mikill samdráttur í þorskafla á árinu 1982 komu af fullum þunga fram í efnahagsmálum landsmanna á fyrri hluta ársins 1983. Þessir erfiðleikar í efnahagsmálum eru þeir mestu sem þjóðin hefur átt við að glíma frá stofnun lýðveldisins. Áhrifin urðu meiri og alvarlegri vegna þess að ekki náðist samstaða um nægilega ákveðnar og harðar viðnámsaðgerðir á árinu 1982 og í upphafi ársins 1983.“

Ég hygg að þau orð, sem hæstv. forsrh. sagði og ég vitnaði hér til og vísa til síðustu ríkisstj., séu að mörgu leyti ágæt lýsing á þeim mikla vanda sem hún átti við að glíma. Það er úf af fyrir sig rétt að verulegt vandamál kom þá upp vegna þess að ekki náðist samstaða í þeirri stjórn um nægilega harðar og ákveðnar viðnámsaðgerðir. Það stafaði m. a. af því að stjórnina skorti meiri hl. til þess að koma málum fram hér í hv. Nd.

Ég hygg með þessu samkomulagsleysi á árinu 1982 og 1983 hafi verið um að ræða kaflaskipti í starfi þáv. ríkisstj. Ég tel jafnframt, herra forseti, að núna stöndum við frammi fyrir nákvæmlega sams konar kaflaskiptum í starfi núv. ríkisstj. Vandi núv. ríkisstj. stafar hins vegar ekki af því að hún hafi knappan meiri hl. í Nd. eða í Ed. þingsins, hún hefur stóran meiri hl. Vandi ríkisstj. núna stafar af því að hún nær ekki samkomulagi um áframhaldið sem ákveðið var þegar ríkisstj. var mynduð.

Ríkisstj. Steingríms Hermannssonar náði strax í upphafi samkomulagi um kauplækkunaraðgerðir, flokkarnir náðu saman um þær. Í stjórnarmyndunartilraun Geirs Hallgrímssonar, sem lauk að mig minnir 12. maí 1983 þegar slitnaði upp úr þeirri tilraun, lýsti hann því yfir: Samkomulag er um að rjúfa samhengi verðlags og launa en ósamkomulag um framhaldið. — Það var af þeirri ástæðu sem Geir Hallgrímsson lauk ekki við stjórnarmyndunartilraun sína með Framsfl.

Þessir flokkar náðu síðan saman aftur og mynduðu stjórn án þess að ná samkomulagi um framhaldið. Þeir náðu aldrei betur saman en þeir höfðu gert áður en slitnaði upp úr stjórnarmyndunartilraun Geirs Hallgrímssonar. Í rauninni breyttist ekkert efnislega í málinu annað en það að Sjálfstfl. hafði haldið þannig á málum að Geir Hallgrímsson varð ekki forsrh. þessarar stjórnar heldur Steingrímur Hermannsson.

Ríkisstj. stendur núna frammi fyrir gífurlegum vanda í ríkisfjármálum og peningamálum vegna óstjórnar í þeim efnum. Hún getur ekki tekið á þeim málum, hún getur ekki leyst þau mál sem skyldi, hún nær ekki saman. Vandinn magnast af þeim ástæðum og honum er velt á undan sér og menn vísa honum á framtíðina. Hún er byrjuð að deyja, þessi ríkisstj. Það er bersýnilegt að hún ræður ekki við vandann, það er hugsanlegt að hún sitji lengi enn — (Gripið fram í: Ekki dauð þó?) Akkúrat — vegna þess að hún hefur ekki einu sinni döngun í sér til að koma sér úr stólnum. Það eru staðreyndir málsins, sem ríkisstj. Steingríms Hermannssonar verður að horfast í augu við þegar, aðeins ársgömul, þá er farið að lýsa því yfir af varaformanni Sjálfstfl. að nú þurfi að endurskoða stjórnarsáttmálann og hæstv. forsrh. tekur undir Seltjarnarnesyfirlýsinguna frægu.

Þetta er í rauninni bein viðurkenning á því að stjórnina hefur þegar borið upp á sker, enda geta þessir tveir flokkar ekki náð saman um neitt annað en að lækka kaupið. Þessir tveir flokkar geta ekki komið sér saman um að brjóta niður og breyta því þunga kerfi yfirbyggingar sem er í þessu þjóðfélagi vegna þess að þetta kerfi hefur orðið til á vegum þessara tveggja flokka og þeir taka líf sitt úr þessu kerfi. Þess vegna datt engum manni í hug að þessir flokkar gætu nokkurn tíma stuðlað að þeim kerfisbreytingum í þjóðfélaginu sem nauðsynlegar eru ef á að ná varanlegum árangri í efnahagsmálum. Einu kerfisbreytingarnar, sem þessir tveir flokkar hafa komið sér niður á, eru að skera niður félagslega þjónustu og einu kerfisbreytingarnar, sem þeir gera till. um í þessu frv., er að lækka sjúkradagpeninga húsmæðra og fella niður greiðslur fyrir tannlækningar. Það er atlagan að kerfinu sem Framsfl. og Sjálfstfl. eru með till. um hér. Allt annað eru í rauninni till. um að taka erlend lán til að leysa vandann.

Þessu, herra forseti, er nauðsynlegt að menn átti sig á, að núv. ríkisstj., sem ég er sannfærður um að hefur vissulega haft verulegan stuðning, m. a. vegna þess að verðbólgutölur hafa lækkað, stendur núna á krossgötum að mínu mati. Þetta frv. er viðurkenning á því að ríkisstj. getur ekki meir. Hún gat lækkað kaupið í fyrra í skjóli hinnar ógnvænlegu verðbólgu sem þá var um að ræða, en þar með er hennar örendi þrotið. Hún kemst ekki lengra því hún nær ekki saman um neitt. Hún er forustulaus, þar þvælist hver fyrir öðrum. Yfirlýsingar ráðh. undanfarna daga og vikur í útvarpi og fjölmiðlum og sjónvarpi hafa verið sláandi sönnun þess hvernig komið er á stjórnarheimilinu.

Minni hl. fjh.- og viðskn. Nd. skilar nál. á þskj. 829. Ég ætla að fara yfir þetta nál., en það er á þessa leið, herra forseti:

„Minni hl. fjh.- og viðskn. Nd. er skipaður fulltrúum Alþb., Alþfl. og Bandalags jafnaðarmanna. Þm. Samtaka um kvennalista, Guðrún Agnarsdóttir, sem hefur tekið þátt í störfum fjh.- og viðskn., stendur einnig að þessu nál.

Minni hl. er andvígur þeim till. sem fetast í frv. þessu um erlendar lántökur. Minni hl. bendir á eftirfarandi atriði:

Með frv. er gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs á þessu ári verði yfir 1 milljarð kr. Þá er gert ráð fyrir því að auka erlendar lántökur um 2 milljarða kr. eða um 68 millj. dollara. Þannig eru erlendar skuldir auknar verulega frá því sem gert hafði verið ráð fyrir, en ríkisstj. setti sér í upphafi ferils síns að draga úr erlendum skuldum frá því sem var þegar hún tók við. Það alvarlegasta við erlendu skuldirnar er að fjármunina á að nota til verkefna sem ekki tengjast framkvæmdum af neinu tagi, heldur til almennra útgjalda.

1. Gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga taki erlent lán vegna uppgjörs á meðlagsskuldum Innheimtustofnunar sveitarfélaga við Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er í fyrsta sinn sem Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er ætlað að taka erlent lán.

2. Gert er ráð fyrir að 190 millj. kr. af hinni erlendu lántöku verði notaðar til húsnæðislána. Hefur húsnæðiskerfið aldrei fyrr komist í slíkar ógöngur að félmrh. neyðist til þess að taka þangað erlent lán.

3. Gert er ráð fyrir að verja 300 millj. kr. til þess að gera upp lausaskuldir sjávarútvegsins án þess að neitt liggi fyrir um það hvernig því uppgjöri verði háttað.

4. Í frv. er miðað við að tekin verði erlend lán að upphæð 80 millj. kr. til þess að gera upp lausaskuldir bænda.

5. Í frv. er ríkissjóði ætlað að taka lán til rekstrar svo nemur mörg hundruð millj. kr. eða 700–800 millj. kr. Má heita að erlenda lántakan handa ríkissjóði standist nokkurn veginn á við þá tekjustofna sem ríkissjóður hefur fellt niður, m. a. með því að lækka skatta á fyrirtækjum frá því sem verið hefur. Þannig er í raun um það að ræða að ríkissjóður taki lán í erlendri mynt til þess að greiða niður skatta fyrirtækjanna í landinu.

Í þessu sambandi má minna á að sú aukning á erlendum skuldum, sem frv. gerir ráð fyrir, jafngildir útflutningsverðmætum fimmtungs þorskafurða ársins 1984 eins og horfur eru nú. Þá er fróðlegt að gera sér grein fyrir því að 2 milljarða skuldaaukning jafngildir verðmætasköpun 3500 vinnandi manna í heilt ár. Er þá miðað við að þjóðarframleiðslan sé um 66 milljarðar og fjöldi vinnandi manna í landinu um 117 þús. Þannig er bersýnilega verið að henda í súginn stórfelldum verðmætum vegna óstjórnar í ríkisfjármálum.

Þegar fjárlagafrv. var til meðferðar bentu talsmenn stjórnarandstöðunnar á að þar vantaði bersýnilega hundruð millj. kr. Viðurkenning fjmrh. á gatinu stóra er til marks um það að sú gagnrýni stjórnarandstöðunnar var á rökum reist. Þegar lánsfjárlögin voru til meðferðar bentu fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna einnig á að lánsfjárvandinn væri mun stærri en þar var gert ráð fyrir. Einnig þetta er nú viðurkennt af stjórnarliðinu.

Í frv. felst engin lausn á vanda ríkissjóðs. Vandanum velta menn á undan sér yfir á næstu ár og komandi kynslóðir með erlendum lántökum. Innan stjórnarliðsins gætir enda vaxandi óánægju með vinnubrögð stjórnarinnar. Þar er hver höndin upp á móti annarri. Þess vegna hefur dregist í tvo mánuði að stjórnin legði tillögur fyrir þingið. Þegar tillögurnar birtast kemur í ljós að ágreiningur er um einstakar tillögur innan stjórnarflokkanna auk þess sem einstakir ráðh. hafa tafið meðferð málsins með því að senda frá sér tillögur án þess að stjórnarflokkarnir hafi samþykkt þær. Þannig lagði menntmrh. fram till. til fjh.- og viðskn. Nd. sem var samdægurs felld í öðrum stjórnarflokknum.

Auk þess er ljóst að frv. hefur í för með sér hættu á aukinni verðbólgu frá því sem ella hefur verið gert ráð fyrir. Líkur eru á að þessi vandi fari vaxandi þegar á árið liður.

Hluti frv. fjallar sérstaklega um skerðingu á félagslegum réttindum. Þar er um að ræða niðurskurð á framlögum til félagslegrar þjónustu sérstaklega vegna tannviðgerða og sjúkradagpeninga. Í bréfi frá forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins kemur fram að niðurskurður sjúkradagpeninga kemur einkum niður á húsmæðrum, námsmönnum og verkafólki sem hefur ekki áunnið sér rétt til sjúkradagpeninga hjá atvinnurekanda. Af þessum ástæðum munu stjórnarandstöðuflokkarnir greiða atkv. gegn þeim greinum frv. sem um þessi mál fjalla. Hins vegar munu stjórnarandstöðuflokkarnir greiða atkv. með 11. gr. frv. sem fjallar um heimild til heilbrrh. til þess að gefa út gjaldskrá fyrir tannlækna. Þá munu flokkarnir styðja þær greinar sem eru framkvæmd á samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins frá því í febrúarmánuði s. l.

Við meðferð málsins í nefnd kom fram að það er ætlun ríkisstj. að margfalda greiðslur sjúklinga til heilbrigðiskerfisins frá því sem verið hefur. Er gert ráð fyrir því að á næstunni verði gefnar út reglugerðir um stórfelldar hækkanir lyfja og sérfræðigjalda, þar með talin röntgenþjónusta og göngudeildargjöld, og um hækkun á þjónustu heilsugæslulækna. Ekki er gert ráð fyrir minni hlutfallslegri hækkun á þessum gjöldum vegna aldraðra og öryrkja skv. þeim upplýsingum sem þingnefndinni bárust frá heilbr.- og trmrn.

Námsmenn verða fyrir sérstakri árás skv. frv. Þar virðist gert ráð fyrir að lánshlutfallið lækki í 60% á síðari hluta ársins frá þeim 95% sem hefur verið miðað við á fyrri hluta ársins. Er þá miðað við óbreyttan fjölda námsmanna og verðtagsforsendur sem tæplega standast. Er talið að námslán hafi ekki verið lægri en 60% í hálfan annan áratug.

Það kom fram í nefndinni að frv. hefur í för með sér skerðingu á kaupmætti launa frá því sem gert var ráð fyrir þegar kjarasamningarnir voru gerðir. Í fskj. með nál. þessu kemur á daginn að hagdeild Alþýðusambands Íslands telur kaupmáttinn á 4. ársfjórðungi þessa árs verða 3.2% lakari en á síðasta fjórðungi s. l. árs. Þar með er álitlegur hluti umsaminna kauphækkana aftur tekinn með þessum ráðstöfunum ríkisstj.

Minni hl. er andvígur þeim ákvæðum sem fjalla um skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga, en þetta er í fyrsta sinn sem gert er ráð fyrir skerðingu á verðtryggðum tekjustofnum sveitarfélaganna.

Minni hl. mun greiða atkvæði gegn till. um heimild til aukinnar bindiskyldu Seðlabankans, en það er eitt þeirra mála sem ágreiningur er um í stjórnarflokkunum.

Á fundi á Seltjarnarnesi í síðustu viku lýsti varaformaður Sjálfstfl. því yfir að verulegar hættur væru framundan vegna þeirrar erlendu lántöku sem frv. ríkisstj. gerir ráð fyrir. Hann sagði að stjórnarsáttmálann yrði að endurskoða nú þegar ársafmæli ríkisstj. er á næsta leiti. Hann benti einnig á að þrátt fyrir frv. vantaði enn á að staðið yrði við yfirlýsingar ríkisstj. um útgjöld til ýmissa málaflokka, einkum húsnæðismála. Betri lýsing á vinnubrögðum ríkisstj. er tæpast til en Settjarnarnesræða varaformanns Sjálfstfl.

Fyrir nákvæmlega einu ári slitnaði upp úr stjórnarmyndunartilraun Sjálfstfl. og Framsfl. Niðurstöðunni var lýst með þessari fyrirsögn í Morgunblaðinu 12. maí 1983: „Samstaða um að rjúfa vísitölutengingu launa og verðtags en ágreiningur um framhaldið.“ Svo virðist sem þetta eigi enn við. Flokkarnir náðu í fyrra saman um kauplækkun, þeir hafa ekki getað komið sér saman um nein önnur úrræði í efnahagsmálum. Ágreiningur er á milli þeirra um kerfisbreytingar á stjórnkerfinu og um allar helstu forsendur ríkisfjármála og peningamála. Í stað þess að viðurkenna uppgjöf sína ákveður ríkisstj. að vísa vandanum á framtíðina með stórfelldum erlendum lántökum. Það er niðurstaðan eftir eins árs stjórn Framsfl. og Sjálfstfl.

Alþingi 10. maí 1984.

Guðmundur Einarsson, Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson.“

Þessu nál., herra forseti, fylgja svo allmörg fskj. sem ég ætla að fara lauslega yfir. Fskj. I er frá Hagdeild Alþýðusambands Íslands og sýnir kaupmátt kauptaxta ASI 4. ársfjórðung 1983 sama sem 100. Þar kemur fram að þegar kjarasamningarnir voru gerðir var gert ráð fyrir því að kaupmáttur á síðasta fjórðungi þessa árs yrði um 1/2 prósentustigi lægri en á síðasta fjórðungi ársins 1983. Alþýðusambandið hefur nú endurnýjað þessa áætlun sína og fram kemur í þeirri töflu að gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa í lok þessa árs verði 96.8 á móti 100 í lok ársins 1983. Það þýðir að kaupmáttur launa í lok þessa árs er að mati Alþýðusambands Íslands 3.2% lægri en gert var ráð fyrir þegar samningarnir voru gerðir. Þar með er 1. sept.-hækkunin farin eins og hún leggur sig og rúmlega það.

Eins og kunnugt er hafa mörg verkalýðsfélög og verkalýðssambönd verið að ræða það að undanförnu hvort nauðsynlegt sé með tilliti til aðgerða stjórnvalda að segja upp kjarasamningum 1. sept. eins og heimild er til. Þegar þetta mál var rætt á fundi fjh.- og viðskn. Nd. kom það fram hjá forseta Alþýðusambands Íslands að vinnubrögð eins og þau sem hér er um að ræða hljóta að ýta undir það, eins og hann orðaði það, að samningum verði sagt upp. Með þessum aðgerðum sínum er því ríkisstj. að grafa undan þeim kjarasamningum sem hún sjálf lýsti yfir að væru hófsamir samningar og taldi að ættu að geta dugað fram á árið 1985. Það er bersýnilegt að með þessu frv. og vinnubrögðum sínum að öðru leyti er ríkisstj. að taka þá áhættu að launafólk telji sig dæmt til þess að rísa upp til andsvara þegar á síðari hluta ársins 1984.

Stundum er spurt: Ætlar verkalýðshreyfingin að ráðast til atlögu gegn stefnu stjórnarinnar? Miklu nær væri að setja spurninguna upp á annan veg og benda á að núv. ríkisstj. hefur ráðist gegn verkalýðshreyfingunni í landinu af meiri fantaskap en nokkur önnur stjórn fyrr og síðar og spurningin er þá um það hvort verkalýðshreyfingin í landinu rís upp til varnar andspænis þeim árásum sem ríkisstj. hefur gert á kjör almennings í landinu.

Þegar þjóðin stendur frammi fyrir jafnmiklum vanda í efnahagsmálum og hefur verið um að ræða að undanförnu er nauðsynlegt að stjórnvöld, ríkisstj., hver sem hún er, stuðli að samstöðu í landinu, ekki að sundrung. Núv. ríkisstj. er einhver argvítugasta óeiningarstjórn sem setið hefur í landinu. Hún er að efna til ófriðar við launastéttirnar í landinu. Þegar launastéttirnar í landinu hafa unað við hina miklu kjaraskerðingu vegna þess að fólk var orðið dauðlúið á hinni miklu verðbólgu þá ræðst ríkisstj. að kjörum fólks með þessum hætti þó að verkalýðshreyfingin hafi gert kjarasamninga sem talsmenn stjórnarflokkanna hafa talið hófsama og hæfilega að öllu leyti. Hér er um að ræða vinnubrögð sem hljóta að hefna sín.

Stundum hefur verið sagt: Íslandi verður ekki stjórnað gegn verkalýðshreyfingunni og hinni stóru fylkingu vinnandi fólks í landinu, yfirgnæfandi meiri hl. landsmanna. Núv. ríkisstj. ætlaði sér að sanna það í upphafi ferils síns að hægt væri að stjórna landinu án þess að hlusta á verkalýðshreyfinguna með því að traðka á réttindum hennar eins og ríkisstj. Steingríms Hermannssonar hefur gert.

Ég er sannfærður um að þau vinnubrögð sem hér eru höfð í frammi munu ýta undir það að launafólk í landinu muni sýna það á nýjan leik að landinu verður ekki stjórnað gegn hagsmunum þess eins og þessi ríkisstj. hefur ætlað sér að gera.

Á fskj. II, virðulegi forseti, er plagg frá Lánasjóði ísl. námsmanna. Það snertir sérstaklega 2. gr. frv. þar sem gert er ráð fyrir því að samanlögð fjárveiting og lántaka Lánasjóðs ísl. námsmanna verði ekki hærri en 658 millj. kr. á árinu 1984. Lánasjóður ísl. námsmanna kemst að þeirri niðurstöðu að þessi grein frv. þýði það að lánshlutfallið fari niður í 60% af fjárþörf námsmanna á síðari hluta þessa árs.

Ég vil beina spurningu til hæstv. forsrh. sem ég lagði fyrir hæstv. menntmrh. við 1. umr. málsins en hún hefur ekki séð ástæðu til að svara: Er það staðfastur ásetningur ríkisstj. að keyra lánshlutfallið niður í 60% á síðari hluta ársins eða kemur til greina að hækka fjárveitingar til Lánasjóðs ísl. námsmanna síðar á árinu? Ég vænti þess að hæstv. forsrh. sjái sér fært að svara þessari spurningu vegna þess að hér er um að ræða svo hrottalegan niðurskurð á lífskjörum þúsunda Íslendinga að það er með öllu ólíðandi og ég hef enga trú á því að námsmenn, svo margir sem þeir eru, þoli þennan niðurskurð.

Kjör námsmanna eru misjöfn, það skal tekið fram. Fjöldinn allur af námsmönnum býr sjálfsagt við bærileg kjör í okkar landi, sem betur fer. Síðan er um að ræða verulegan fjölda námsmanna, þúsundir manna, sem eru þannig á vegi staddir að það hlýtur að verða álitamál fyrir þetta fólk hvort það getur stundað nám ef námslánin verða skorin svona niður. Ég held að það væri afskaplega slæmt fyrir framtíðarþróun okkar þjóðfélags ef þessi atlaga að skólakerfinu, menntakerfinu í landinu, heppnast sem ríkisstj. hér reiðir til. Af þeim ástæðum hef ég borið fram þessa fsp. til hæstv. forsrh.

Fskj. III fjallar um sama málefni og er frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þar segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Hagsmunanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands varar stórlega við 2. gr. grv. um að ekki skuli veitt meira fjármagni en þegar hefur verið ákveðið til Lánasjóðs ísl. námsmanna. Hagsmunanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands fær ekki séð að þessi áætlun standist, verði eftir sem áður lánað 95% af fjárþörf á haustmánuðum. Það er krafa hagsmunanefndar að ríkið standi við þær lagalegu skuldbindingar sem það hefur tekið á sig gagnvart Lánasjóði ísl. námsmanna og námsmönnum og trúir því ekki að ríkisvaldið hyggist brjóta þau lög eða breyta þeim námsmönnum í óhag.“ — Það er bersýnilega talsverð trú manna í hagsmunanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands í seinni tíð.

„Lánasjóður ísl. námsmanna er eitt öflugasta tækið til að tryggja jafnrétti til náms hér á landi og því frumkrafa að hann fái valdið hlutverki sínu. Hagsmunanefnd skorar því á menntmrh. og alþm. að sjá til þess að staðið verði þannig að málum að Lánasjóður ísl. námsmanna uppfylli þær lögbundnu kröfur sem hann ber gagnvart námsmönnum. Verði 2. gr. frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum látin standa óbreytt er ljóst að Lánasjóður ísl. námsmanna mun ekki uppfylla þessi skilyrði og þar með væri höggvið stórt skarð í fjárhagslegt öryggi námsmanna.“

IV. fskj. í nál. minni hl. snertir sveifarfélögin sérstaklega, en í frv. er vegið mjög að fjárhagslegu sjálfstæði sveitarfélaganna og þar er farið inn á þá braut að festa tekjur Jöfnunarsjóðsins við fjárlagatöluna. Þetta hefur aldrei áður verið gert. Í 7. gr. frv. segir:

„Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og ákvæði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt með síðari breytingum skulu greiðslur úr ríkissjóði til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af söluskattstekjum á árinu 1984 eigi nema hærri fjárhæð en 495 millj. kr. og greiðslur af verðtollstekjum eigi nema hærri fjárhæð en 100 millj. kr.“

Hér eru tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga festar við fjárlagatöluna. Með þessu móti nælir ríkið sér í 30–40 millj. kr. ef ég man rétt úr grg. frv. Forustumenn Sambands ísl. sveitarfélaga voru kallaðir á fund fjh.- og viðskn. Nd. til að svara fyrir þetta atriði. Þeir voru spurðir: Hvað segið þið um þetta, teljið þið þetta viðunandi? Og þeir svöruðu: Við munum ekki mótmæla þessu ákvæði. Ég spurði á móti: Hvaða fundur í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkti að mótmæla þessu ákvæði ekki? Og okkur var sagt: Hann var haldinn á föstudaginn var. Ég spurði enn: Fáum við fundargerð þess fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga sem samþykkti að mótmæla ekki? Svarið var já, en við höfum ekki fengið þá fundargerð enn þá.

Hins vegar hefur borgarráð Reykjavíkur gert samþykkt um þetta með samhljóða atkv., en í samþykkt borgarráðs og bréfi borgarstjórans í Reykjavík til forsrh. segir, með leyfi hæstv. forseta, á þessa leið:

„Herra forsrh. Steingrímur Hermannsson,

Stjórnarráðshúsinu,

Reykjavík.

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt svohljóðandi till.:

Borgarráð Reykjavíkur varar alvarlega við því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði skertur. Jöfnunarsjóðurinn er eini tekjustofn sveitarfélaga sem fylgt hefur verðlagi á fjárhagsárinu, en allir aðrir megintekjustofnar sveitarfélaganna eru bundnir við fasta álagningu sem miðast við verðlag og tekjur ársins áður.

Með því að festa greiðslur í Jöfnunarsjóð að hámarki við þá krónutölu sem áætluð er í fjárlögum (eða aðra fasta krónutölu) er alvarlega vegið að fjárhagsöryggi sveitarfélaganna þar sem allir megintekjustofnarnir yrðu þá bundnir og ekkert svigrúm til staðar ef til verðlagshækkana kemur á fjárhagsárinu.

Borgarráð mótmælir því harðlega að fjárhagsvandi ríkissjóðs sé leystur með því að velta honum að hluta yfir á sveitarfélögin.“

Þannig hefur borgarráð Reykjavíkur tekið samhljóða afstöðu í þessu efni. Ég vil spyrja hæstv. félmrh. úr því hann er kominn í salinn: Mun ríkisstj. leggja til við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1985 að tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á því ári verði skertar eins og hér er gert ráð fyrir? Er hér um að ræða skerðingu sem aðeins gildir á árinu 1984 eða er það stefna ríkisstj. að skerða tekjur sveitarfélaganna framvegis eins og hér er gert ráð fyrir?

Ég bar fram áðan til hæstv. forsrh. spurningu varðandi Lánasjóð ísl. námsmanna og ég ætla að endurtaka hana fyrst hæstv. menntmrh. er kominn í salinn. Ég spurði: Verða gerðar ráðstafanir til þess að tryggja Lánasjóði ísl. námsmanna aukið fé á síðari hluta ársins 1984 eða ætlar hæstv. menntmrh. að láta það gerast að lánshlutfall lækki í 60% eins og frv. um ríkisfjármál sem hér er á dagskrá gerir bersýnilega ráð fyrir?

Einn meginþáttur þessa frv. fjallar um skerðingu á greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins. Fyrsta ákvæðið sem lýtur að þeirri skerðingu kemur fram í 8. gr., en þar segir:

„Samlagsmenn njóti sjúkradagpeninga frá og með 1. veikindadegi, séu þeir óvinnufærir a. m. k. 21 dag. Upphaf biðtímans miðast við þann dag er óvinnufærni er staðreynd af lækni.“

Þegar hæstv. forsrh. mælti fyrir þessu frv. 4. maí s. l. lét hann ekki svo lítið að víkja svo að segja einu orði að þessari grein. Í grg. með frv. segir, með leyfi hæstv. forseta, um 8. gr.:

„Í till. frv. felst einkum að atvinnurekendur beri yfirleitt sjúkratryggingarkostnað 14 fyrstu veikindadagana í stað 10 nú, enda hafi launþegi verið óvinnufær 21 dag í stað 14 áður. Áætlað er að þessi breyting spari almannatryggingum 25 millj. kr. á ári.

Þessi lenging biðtíma eftir sjúkradagpeningum mun fyrst og fremst minnka þann rétt sem atvinnurekendur eiga til sjúkradagpeninga.“

Þetta eru orð í grg. frv. og ég segi: Þetta er fölsun. Hér er verið að draga fjöður yfir staðreyndir málsins. Í bréfi, sem mér barst frá Tryggingastofnun ríkisins og er prentað í nál. minni hl. á bls. 6, er svarað spurningum um þetta atriði. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Hr. alþm. Svavar Gestsson,

Alþingi.

Reykjavík, 8. maí 1984.

Vegna fyrirspurna þinna sem til mín bárust frá tryggingayfirlækni með beiðni um skjót svör fór undirritaður þess á leit við deildarstjóra sjúkratryggingadeildar, Kristján Guðjónsson, sem gleggstar upplýsingar hefur um þau atriði, sem spurt var um, hér á stofnuninni að gerð yrði í skyndi athugun á málinu. „ — Ég bið afsökunar á því að við prentun á þessu þskj. hefur hluti af þessu bréfi farið forgörðum og ég vænti þess að þskj. verði prentað upp þannig að bréfið komist til skila. Þá segir í svarinu: „Breytingar á reglum sjúkradagpeninga, eins og þær eru fyrirhugaðar í „bandorminum“,“ — eins og segir hér í bréfi Tryggingastofnunar ríkisins — „koma helst niður á eftirtöldum hópum:

1. húsmæðrum. 2. skólanemum. 3. þeim launþegum sem nýlega hafa hafið störf, og 4. á atvinnurekendum sjálfum.“

Þ. e. a. s. það eru ekki atvinnurekendur eingöngu eins og stendur í rauninni í grg. frv. heldur eru það húsmæður, námsmenn og launamenn sem nýlega hafa hafið störf, einkum ungt fólk sem á lítinn rétt til sjúkradagpeninga hjá sínum atvinnurekendum. Hér er bersýnilega um að ræða eina óheiðarlegustu grein frv., árás á almannatryggingakerfið. Í rauninni er hér býsna langt seilst fyrir 30 millj. kr. þegar tillit er tekið til þess að sá vandi sem menn eru hér að glíma við er upp á 2 milljarða kr.

Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð en ég leyfi mér að skora á hæstv. ríkisstj. að falla frá þessari till. ríkisstj. væri sæmst að draga hana til baka, gefast upp á að framkvæma hana eins og hún hrökk frá með sjúklingaskattinn inn á sjúkrahúsunum þegar hún mætti harðri gangrýni stjórnarandstöðunnar hér í vetur.

Í bréfi forstjóra Tryggingastofnunarinnar til mín, kemur enn fremur fram að það var ætlunin í Tryggingastofnuninni að tryggingayfirlæknir sendi viðbótargögn til fjh.- og viðskn. Nd. Það hefur tryggingaryfirlæknir ekki gert enn þá og vil ég halda þeirri staðreynd til haga. En komi gögnin er þess að vænta að sú n., sem fær málið til meðferðar í Ed., geti fjallað um þau.

Í þessum kafla frv., sem fjallar um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins, er gert ráð fyrir ýmsum öðrum breytingum, m. a. á tannviðgerðarkostnaði og þátttöku ríkisins í honum. Í frv. ríkisstj. var gert ráð fyrir því að þessi niðurskurður mundi skila ríkinu 50 millj. kr. Þegar fulltrúar Tryggingastofnunar ríkisins komu á fund fjh.- og viðskn. Nd. fullyrtu þeir að þetta væru ekki 50 millj. kr. heldur 15.9 millj. kr., þ. e. þarna skakkaði 30 millj. kr. Síðan kom fulltrúi frá heilbr.- og trn. á fund n. og sagði að þetta væru ekki 15.9 millj. kr. og ekki 50 millj. kr. heldur 16.2 millj. kr. Þá var kallaður fyrir fulltrúi fjmrn. og niðurstaða hans var sú að þetta gæfi 20 millj. kr. Þannig fengum við fjórar útgáfur af þessum niðurskurði í 12.–15. gr. frv. Sá fyrsti sagði 50, annar 15.9, þriðji 16.2 og fjórði sagði 20. Ég veit ekki hver hin endanlega tala verður en mér sýnist að vinnubrögðin í sambandi við frv. séu þannig að það sé næstum alveg öruggt að það verði fimmta talan en engin þeirra fjögurra sem komið hafa fram í ágiskunum ríkisstj. við undirbúning þessa frv.

Í frv. er gert ráð fyrir að kostnaðarþátttaka almannatrygginga í gullfyllingum, krónu- og brúargerð og tannréttingum lækki úr 37.5% í 25% fyrir 6 til 15 ára börn og unglinga. Þetta þýðir sparnað hjá ríkinu um 5.4 millj. kr. að mati heilbr.- og trmrn. Um leið og þetta gerist er bersýnilega gert ráð fyrir því að létta sams konar greiðslu af sveitarfélögunum. Sveitarfélögin losna líka við að borga þarna nokkurn hluta. Ég vil spyrja: Sömdu sveitarfélögin um að taka á sig skerðingu á tekjum í Jöfnunarsjóð gegn því að losna við þessar 5–6 milljónir í tannlækningakostnaði?

Það er ekki einleikið hvernig stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga gengur dauðþæg undir þær ráðstafanir sem hér er verið að tala um. Það er furðulegt að þessi stjórn skuli ekki hafa döngun í sér til þess að hamla á móti því þegar ráðist er að grundvallartekjustofni sveitarfélaganna eins og hér er gert og í rauninni eina verðtryggða tekjustofni sveitarfélaganna í landinu. Það er eitthvað þar á bak við sem ekki hefur komið fram hér á hv. Alþingi. Voru sveitarstjórnarmennirnir að versla sig út úr því að þurfa að taka þátt í tannviðgerðarkostnaði með þessari þægð sinni við ríkisstj.? Eða hvað veldur þessari afstöðu sem hefur komið fram hjá forstöðumönnum Sambands ísl. sveitarfélaga? Það er sérkennilegt að þeir skuli haga sér með þessum hætti og nýlunda og bersýnilega ekki sama hverjir það eru sem eru að burðast við að reyna að stjórna landinu.

Ég held að þessi kafli um tannviðgerðakostnað og þátttöku í honum beri það ótvírætt með sér hvaða grundvallaratriði það eru sem ríkisstj. leggur áherslu á. Það á að skera niður þátttöku ríkisins í félagslegri þjónustu um 30 millj. kr., eins og sjúkradagpeninga handa húsmæðrum, en sama daginn er hér til meðferðar í Ed. frv. um að lækka skattana á bönkunum um 30 millj. kr. Það stenst nokkuð á endum sú upphæð sem á að gefa bönkunum og sú upphæð sem á að taka af húsmæðrum, námsfólki og ungu verkafólki í sjúkradagpeninga. Þetta sýnir auðvitað í hvaða röð þessi ríkisstj. gengur í verkin. Hún sargar niður félagslega þjónustu og sleppir peningaöflunum í landinu við að borga það sem þau hafa átt að borga á undanförnum árum.

Ég er þeirrar skoðunar, virðulegi forseti, að till. sem hér eru lagðar fram um breytingar á okkar félagslega þjónustukerfi í landinu séu í raun og veru ákaflega glöggur vitnisburður um núverandi ríkisstj. sem tekur fjármagnið fram yfir fólkið hvarvetna þar sem hún fær kost á því.

Í 3. gr. þessa frv. er gert ráð fyrir nokkurri breytingu á greiðslum til útflutningsuppbóta á þessu ári. Þar segir: „Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga nr. 95/1981, um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum o. fl., er heimilt að greiða framlög úr ríkissjóði á árinu 1984 vegna þess halla sem bændur kunna að verða fyrir af útflutningi landbúnaðarvara á verðlagsárinu 1983–1984 er nemi allt að 468 millj. kr. Framlög umfram 468 millj. kr. verða ekki greidd úr ríkissjóði á árinu 1984.“

Í grg. með þessari grein er fjallað um útflutningsbótavandann á þessu ári og þar kemur það fram að í rauninni uppfyllir þessi grein þann rétt sem bændur eiga til 10% útflutningsuppbóta á útflutning landbúnaðarafurða. Nú er það hins vegar svo að hér er ekki allt sem sýnist frekar en víða annars staðar í þessu frv. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að greitt sé nokkuð af þeim vanda sem átti sér stað og kom fram á síðasta verðlagsári. Inn í þetta dæmi eru teknar 18 millj. kr. vegna útflutnings frá í fyrra. Síðan er gert ráð fyrir því skv. 22. gr. frv. að bændur greiði hluta af þessu sjálfir með sérstökum tolli, eða um 60 millj. kr. Þarna ættar ríkisstj. að leggja á sérstakan nýjan kjarnfóðurskatt. Munurinn á honum og kjarnfóðurskattinum, sem lagður hefur verið á til þessa, er hins vegar sá, að sá skattur sem hefur verið lagður á hefur verið utan verðtags, hann hefur ekki komið inn í verðlagningu landbúnaðarafurða og hefur ekki komið inn í útsöluverð landbúnaðarafurða. Þessi nýi skattur á hins vegar að koma inn í útsöluverð landbúnaðarafurða og verðlagningu landbúnaðarafurða og er þannig í grundvallaratriðum allt öðruvísi en kjarnfóðurskatturinn sjálfur.

Þegar hæstv. forsrh. mælti fyrir þessu frv. sagði hann um þessa grein með leyfi forseta: „Kjarnfóðurskattur sá sem Framleiðsluráð landbúnaðarins innheimtir mun verða lækkaður til mótvægis við toll þennan“. Tveir forustumenn bændasamtakanna komu á fund fjh.- og viðskn. Nd. Það kom greinilega fram hjá þeim báðum að vegna aukinnar landbúnaðarframleiðslu á þessu ári telja þeir ekki ástæðu til að lækka kjarnfóðurskattinn frá því sem verið hefur. Það er þess vegna rangt að gefa í skyn að það standi til að lækka kjarnfóðurskatt. Þvert á móti er ljóst að Framleiðsluráð landbúnaðarins er með hugmyndir um að hækka heildarálagningu kjarnfóðurskatts frá því sem verið hefur vegna þeirrar miklu umframframleiðslu sem um er að ræða á þessu verðlagsári.

Í sambandi við þessa gr. frv. er fróðlegt fyrir hv. Alþingi að athuga fskj. VI í nál. minni hl. þar sem fjallað er um sölu á landbúnaðarafurðum og birgðasöfnun búvara. Fyrst svarar Framleiðsluráð landbúnaðarins þeirri spurningu: Hvað þýðir samdráttur í niðurgreiðslum mikinn samdrátt í sölu landbúnaðarafurða eða aukinn útflutningsbótavanda? Niðurstaðan er sú að lækkun niðurgreiðslnanna, sem ríkisstj. var að ákveða mína, þýðir samdrátt í sölu á nýmjólk um 463 þús. lítra. Eða samtals, þegar rjómi og ostur eru meðtalin, þýðir þessi lækkun á niðurgreiðslum samdrátt í sölu á nýmjólk um 1.3 millj. lítra. Mér skildist að þessi ríkisstj. vildi stuðla að því að útflutningsbótavandinn minnkaði. Þessi ákvörðun um að skera niðurgreiðslurnar svona stórkostlega niður þýddi það að útflutningsbótavandinn vex stórum. Það kemur einnig fram að því er varðar dilkakjöt og nautakjöt í þessari töflu frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, að sala á dilkakjöti muni minnka um 260 tonn og sala á nautakjöti um 84 tonn.

Í þessu gagni sem kemur fram í nál. minni hl. er einnig rætt um framleiðsluráðstöfun og birgðir kindakjöts á bilinu september til mars, þ. e. á þeim hluta yfirstandandi verðlagsárs sem liðinn er. Hinn 1. sept. í fyrra voru birgðir hér í landinu um 3000 tonn en í hitteðfyrra um 2000 tonn. Slátrunin nam í fyrra um 13 000 tonnum en í hitteðfyrra um 13 700 tonnum. Salan í fyrra á fyrsta hluta verðlagsársins nam um 6 200 tonnum en í ár 6 400 tonnum. Inni í því eru 3000 tonn af svokölluðu útsölukjöti. Útflutningur kjöts, einkum dilkakjöts, er nokkru meiri nú en var í fyrra. Birgðir 31. mars eru þannig uppgerðar að þær voru í fyrra 7 700 tonn en í ár 6 900 tonn. salan á þessu verðlagsári er 3 476 tonn en var í fyrra 4 570 tonn. Salan á dilkakjöti hefur þannig dregist saman um 1 000 tonn aðeins á þeim sex mánuðum sem liðnir eru af verðlagsárinu. Hvað segir þetta okkur? Það segir okkur það í fyrsta lagi að útflutningsbótaþörfin í haust verður bersýnilega langt yfir 10%. Hversu mikið skal ég ekki um segja, en hún verður langt yfir 10%. Í öðru lagi segir þetta okkur það, að kaupskerðing ríkisstj. hefur haft það í för með sér að hinn almenni neytandi og launamaður í landinu getur ekki lengur keypt landbúnaðarafurðir. Neyslan á þessum vörum hefur dregist svo saman að munurinn á sölunni á aðeins sex mánaða tímabili í ár og í fyrra er um 1000 tonn. En þetta segir fleira. Þetta segir fleira fyrir þá fulltrúa hér á hv. Alþingi sem þykjast vera sérstakir talsmenn bænda og eru sumir jafnvel bændur sjálfir.

Á undanförnum árum hefur orðið verulegur framleiðslusamdráttur í landbúnaði. Bændur hafa tekið þátt í því sjálfir auðvitað með samdrætti í sínum tekjum, nokkrum samdrætti. Þannig hefur kjötframleiðsla á ári hverju minnkað úr um 15 000 tonnum niður í kringum 13 000 tonn og mjólkurframleiðsla dregist saman úr ca. 117 millj. lítra í 106 millj. lítra. Þegar bændur eru þannig búnir að draga saman sína framleiðslu og hafa lagt það á sig sjálfir að nokkru leyti með tekjumissi, kjarnfóðurskatti og fleiru, þá tekur ríkisstj. sig til og skerðir svo mikið kaupið að útflutningsþörfin í landbúnaðinum er ekki minni en hún var þegar lagt var af stað, heldur miklu, miklu meiri.

Í þessu atriði kemur það betur fram en nokkurs staðar annars staðar að kaupið, sem fólkið hefur, og kjör bændanna eru tengd saman með beinum og skilyrðislausum hætti. Tilraunir ýmissa aðila til að reka fleyg á milli alþýðustétta til sjávar og sveita eru auðvitað dæmdar til að mistakast ef fólk áttar sig á því að nákvæmlega hér kemur það fram að hagsmunir þessa fólks eru tvinnaðir saman í eitt. Ríkisstjórn bændavinanna í Framsfl., sem höfðu tekið þátt í að draga úr landbúnaðarframleiðslu eins og nauðsynlegt var, tekur það til bragðs þegar formaður Framsfl. sest í stól forsrh. að keyra kaupið svo mikið niður að vandinn sem bændastéttin stendur frammi fyrir er nákvæmlega sá sami og var áður en lagt var af stað. Bændur skilja þetta. Þeir skilja þessa framkomu ríkisstj. þannig að það sé verið að segja þeim að þeir hafi verið að vinna til einskis.

Orðhagur maður vestur í Dölum komst svo að orði fyrir nokkru að landbúnaðarstefna núv. ríkisstj. væri einna líkust því að Jónas Kristjánsson ritstjóri væri að framkvæma landbúnaðarstefnuna undir dulnefninu: Jón Helgason frá Seglbúðum. Ég hygg að skýrari ummæli um landbúnaðarstefnu núv. ríkisstj. sé tæplega hægt að finna.

Í frv. því sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir því að fullnægja þeim útflutningsbótarétti sem bændur eiga skv. lögum. En það eru engar tillögur uppi um það hvernig á að taka á viðbótarvandanum. Og það eru heldur engar tillögur uppi um það hvernig eigi að mæta sérstaklega þeim vanda sem ríkisstj. er að búa til sjálf hjá bændum í landinu með samdrætti í kaupmætti og stórfelldri lækkun á niðurgreiðslum.

Með nál. minni hl. kemur fram fskj. VII, en það er plagg sem meiri hl. hefur ekki viljað sýna. Það hefur ekki komið fram í gögnum meiri hl. Minni hl. tók að sér að dreifa þessu plaggi hér. Þannig var að hæstv. menntmrh. sendi fjh.- og viðskn. bréf og bað um að nefndin samþykkti ákveðinn niðurskurð kostnaðar í skólakerfinu með því að færa saman bekki í fámennustu skólahéruðunum. Fundi í fjh.- og viðskn. var ekki fyrr lokið en boðaður var fundur í þingflokki Framsfl. Þar var samþykkt með öllum atkvæðum samhljóða að fella þessa till. menntmrh. Var nú illt í efni. Þó að fjh.- og viðskn. væri í rauninni tilbúin að ganga frá málinu bað Sjálfstfl. um frest dag eftir dag til að geta nuddað þessu máli ofan í hv. þm. Pál Pétursson, formann fjh.- og viðskn. Hann móaðist við lengi. Niðurstaðan liggur svo fyrir í brtt. meiri hl. fjh.- og viðskn. Þar er gert ráð fyrir því að vilji menntmrh. nái fram að ganga að höfðu samráði við skólayfirvöld í héraði. Ég tel í rauninni ekki grundvallarmun á þessum tveimur till., nema hæstv. menntmrh. lýsti því yfir á þessum fundi og í þessari umr. að heimildin verði ekki notuð nema með samþykki skólayfirvalda í héraði.

Ég tel út af fyrir sig, og er ég þá að tala fyrir mig persónulega, að í ýmsum tilvikum geti jafnvel verið heppilegt að færa saman bekkjardeildir í dreifbýlinu, miðað við það sem ella væri kostur á, að senda þyrfti börn úr héraði um langan veg til að stunda nám í heimavistarskóla. En ég held að það sé nauðsynlegt að skýra ágreining stjórnarflokkanna í þessu máli aðeins betur og fá þetta fram: Vill menntmrh. lýsa því yfir að hún muni ekki beita þessu ákvæði öðruvísi en skólanefnd í héraði samþykki þá sameiningu í bekkjardeildir sem till. gerir ráð fyrir?

Í fskj. VIII birtir minni hl. plagg frá Verslunarráði Íslands og verður það að teljast nokkur nýlunda, a. m. k. hjá ýmsum þeim flokkum sem standa að minni hl. Í ályktun um boðaðar ráðstafanir í ríkisfjármálum segir Verslunarráð Íslands svo m. a., með leyfi hæstv. forseta:

„Stjórn Verslunarráðs Íslands varar við afleiðingum þess að taka stórfelld erlend lán til að rétta af fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði, svo sem boðað hefur verið. Slík lántaka er engin lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Vandanum er aðeins slegið á frest og framvindu efnahagsmála teflt í tvísýnu.“

Ég vil fyrir mitt leyti taka undir þessi orð Verslunarráðsins. Ég tel að þau lýsi því mjög glöggt hvað nú er að gerast. Ríkisstj. er með þessu frv. að auka stórkostlega erlendar lántökur, upp á 2 milljarða kr. Þar af ætlar hún að taka 700 millj. kr. beint í ríkissjóð.

Að einu atriði, sem ég hefði átt að nefna fyrr, vil ég aðeins víkja núna í sambandi við þessar erlendu lántökur. Gert er ráð fyrir því að 190 millj. kr. af þessum erlendu lántökum verði varið til húsnæðislána. Ég vil spyrja hæstv. félmrh.: Er tryggt að hann fái þessa peninga? Mér heyrist á fjmrh. að það sé nú ekki alveg gefið að félmrh. og Byggingarsjóður ríkisins fái þessa fjármuni. Ég vil því spyrja hæstv. félmrh.: Er tryggt að hann fái þetta erlenda lán sem hann er — fyrstur félmrh. neyddur til að taka vegna þess hvernig húsnæðislánakerfið er á sig komið?

Síðasta fskj. minni hl. er frá Vinnuveitendasambandi Íslands. Á að sumu leyti við um það sami formáli og áður var hafður um Verslunarráð Íslands. Í bréfi til fjh.- og viðskn. Nd. Alþingis segir forstjóri Vinnuveitendasambands Íslands á þessa leið, með leyfi hæstv. forseta:

„Vinnuveitendasamband Íslands lýsir áhyggjum sínum yfir þeim viðbrögðum við vanda ríkissjóðs sem koma fram í þessu frv. Með því að taka erlend lán í þeim mæli sem frv. gerir ráð fyrir og með því að horfur eru á að frekari lántökur erlendis verði nauðsynlegar, t. d. vegna skuldbreytinga í sjávarútvegi, þá er verið að stofna í hættu þeim árangri sem náðst hefur í lækkun verðbólgu og að draga úr viðskiptahalla við útlönd.

Þegar erlent lánsfé kemur inn í hagkerfið í þessum mæli hefur það þensluáhrif, skapar hættu á launaskriði, verðbólgu og erfiðleikum fyrir samkeppnis- og útflutningsgreinarnar sem eru einmitt þær atvinnugreinar sem treyst er á að beri uppi aukna verðmætasköpun og hærri þjóðartekjur. Verða því líkur til þess, að óverjandi þrýstingur myndist á gengi íslensku krónunnar.

Atvinnulífið býr nú við hærri raunvexti en um árabil og hefur þrátt fyrir það og minnkandi kaupmátt haldið uppi nánast fullri atvinnu á síðustu misserum. Eftirspurn útflutnings- og samkeppnisgreinanna eftir vinnuafli mun hins vegar líklega slakna þegar líða tekur á árið því að auk þenslunnar kemur aðhaldið, sem beita á í peningamálum, helst við þessar greinar, þ. e. hækkun bindiskyldu og lækkun afurðalánahlutfalls.“

Vinnuveitendasamband Íslands varar m. ö. o. við því í bréfi sínu að atvinnuástand muni versna þegar líða tekur á þetta ár vegna ráðstafana ríkisstj. í peninga- og lánsfjármálum. Síðan heldur áfram:

„Vinnuveitendasambandið telur hættu á því að verðbólga á árinu verði nokkru meiri en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, ef ekki verður meira að gert, þrátt fyrir að samningsbundnar launahækkanir verði ekki meiri en þegar hefur verið um samið og þrátt fyrir að gengisforsendur ríkisstj. standist. Meginmunurinn varðandi hugmyndir um þróun verðbólgunnar felst í því, að vinnuveitendasambandið óttast að þenslan leiði til vaxandi verðbólgu á síðasta hluta ársins en ekki fallandi eins og Þjóðhagsstofnun spáir. Þá telur Vinnuveitendasambandið að laun hafi hækkað heldur meira við nýgerða kjarasamninga en Þjóðhagsstofnun miðar við, þannig að kaupmáttur verði svipaður eða ívið meiri en Þjóðhagsstofnun reiknar með.

Virðingarfyllst,

Magnús Gunnarsson.“

Það er satt að segja alveg makalaust, sem bent er á hér í bréfi Vinnuveitendasambandsins, að Þjóðhagsstofnun, hafandi fyrir framan sig allar þær staðreyndir sem núna liggja fyrir, skuli þrátt fyrir allt gera ráð fyrir minnkandi verðbólgu á síðari hluta ársins. Þjóðhagsstofnun hefur verið almennileg við þessa ríkisstjórn. Hún hefur hækkað fyrir hana þjóðarframleiðsluna til þess að lækka skuldahlutfall. Það er það nýjasta. Og núna sendir hún okkur plagg þar sem gert er ráð fyrir því að verðbólgan fari minnkandi á síðari hluta ársins þó að allir viti, jafnvel Vinnuveitendasamband Íslands, að hún fari vaxandi. Það er með ólíkindum hvernig þessi stofnun, sem á að heita óháð stofnun, hagar sér stundum í sambandi við mál af þessum toga.

Hins vegar vil ég láta koma fram hér setningu sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar lét falla á fundi fjh.- og viðskn. Nd., þegar rætt var um erlendu lántökurnar, og mér finnst nákvæmlega hitta í mark í þeim efnum. Hann benti á að 60% viðmiðunin hefði verið viðvörunarmark, viðvörun Þjóðhagsstofnunar um að ef farið yrði fram yfir 60% þá væri veruleg hætta á ferðum. Hins vegar væri það nú orðið svo að viðvörunarmarkið væri orðið markmið ríkisstj. Ég hygg að það sé ekki hægt að orða betur stefnu ríkisstj. í sambandi við erlend lán og lánshlutföll en þarna var gert.

Í þessu frv. hæstv. ríkisstj. kennir að vonum margra grasa. Eitt ákvæðið, sem valdið hefur mestum dellum, er 25. gr. frv. Í henni segir að á tímabilinu 1. maí 1984 til 31. des. 1985 sé Seðlabanka Íslands heimilt að fengnu samþykki ríkisstj. að ákveða allt að 10% sveigjanlega bindiskyldu innlánsstofnana til viðbótar þeirri bindiskyldu sem heimiluð er í 31. gr. laga nr. 13/1979. Mér er spurn: Hvernig ættar ríkisstj. að framkvæma þessa 10% bindiskyldu? Einn þm. stjórnarliðsins lýsti yfir beinni andstöðu við þessa gr. og sagðist mundu greiða atkvæði gegn henni í Ed. Ætla hinir þm. stjórnarliðsins, sem hér eru eitthvað venslaðir viðskiptabönkum, eins og hv. þm. Lárus Jónsson og hv. þm. Stefán Valgeirsson, að láta það yfir sig ganga að Seðlabankinn hirði hér 10% meira af viðskiptabönkunum en þegar er gert? Er það meiningin hjá þeim? Og hvaða vit er í rauninni í því að gera till. af þessum toga þegar staða viðskiptabankanna gagnvart Seðlabankanum er neikvæð um líklega einn milljarð króna? Á sama tíma og staða viðskiptabankanna gagnvart Seðlabankanum er neikvæð um einn milljarð króna láta menn sér detta í hug að binda af bönkunum, viðskiptabönkunum, 10%. Þetta er hrein fjarstæða og það er von að það reynist erfitt fyrir ríkisstj. að koma þessu ofan í kokið á sumum stjórnarþm. Ég spyr hæstv. forsrh.: Hvernig er ætlunin að framkvæma þessa bindiskyldu? Og er það rétt, sem sagt hefur verið, að ríkisstj. muni því aðeins samþykkja hana að þingflokkar stjórnarliðsins samþykki? Það hefur komið fram í blaðafréttum að ætlunin sé að kalla saman þingflokksfund í hvert skipti sem fyrirhugað er að nota einhvern hluta af þessari sveigjanlegu bindiskyldu. Er þetta rétt? Hefur Framsfl. samþykkt þetta, að því aðeins verði bindiskyldan notuð að þingflokkurinn samþykki? Á þetta líka við um Sjálfstfl.?

Ég lýsi fullri andstöðu minni við þessa gr. frv. Ég tel hana hreina fjarstæðu miðað við þá stöðu sem nú er um að ræða. Ekki eingöngu vegna þess sem hér hefur verið rekið, heldur líka vegna þess að á sama tíma og ætlunin er að binda meira fé frá viðskiptabönkunum og auka peningana hjá Seðlabankanum, þá er meiningin að lækka afurðalánin. Átta menn sig á því að í þessum plöggum er gert ráð fyrir því að skera niður sjálfvirku afurðalánin til atvinnuveganna um 10%. Seðlabankinn á að fá aukið fé, 10% af innistæðum í viðskiptabönkunum, en á sama tíma á að létta af honum skyldum gagnvart atvinnulífinu í landinu. Gengur þetta upp? Ég segi nei. Auðvitað gengur þetta ekki upp. Eða, ég spyr hæstv. forsrh. enn á ný: Er það ætlun hæstv. ríkisstj. að samþykkja þessa till. frá Seðlabankanum um lækkun endurgreiddra afurðalána um sem næst 5 prósentustig eða nálægt tíunda hluta þeirra? Er þetta meiningin? Þetta stendur hér í grg. frv., að það liggi fyrir till. í þessum efnum, og bankastjórar Seðlabankans viðurkenndu á fundi fjh.- og viðskn. að þessi till. lægi þegar fyrir. Ég óska eftir því að hæstv. forsrh. svari einnig þessari spurningu.

Ég hef nú í fáeinum orðum farið yfir nokkur meginatriði þessa frv. sem þó væri ástæða til að ræða miklu ítarlegar. Því hér er í rauninni undir allt það sem venjulega er kallað efnahagsmál í þessu landi og væri ástæða til að fara nánar yfir. Ég ætla aðeins að benda að lokum á tvö atriði úr ræðu hæstv. forsrh. þegar hann mælti fyrir þessu frv. Hann sagði frá því hver vandinn væri vegna mikillar peningaþenslu í þjóðfélaginu og komst svo að orði, með leyfi hæstv. forseta:

„Halli á ríkissjóði og erlendar lántökur eykur að sjálfsögðu peningaþensluna í þjóðfélaginu sem þó er mikil fyrir. Á ársgrundvelli hafa útlán og innlán aukist um 42% fyrstu þrjá mánuði ársins.“

Hvað þýðir þetta í raun og veru? Hvað þýðir það þegar innlán og útlán aukast um 42% á ársgrundvelli? Það þýðir ósköp einfaldlega það, að það er undirliggjandi í hagkerfinu verðbólguhraði upp á 40–45%, þó að verðlags og kaupgjaldstölur sýni allt annað. Þessi tala um útlán og innlán sýnir það að verðbólguspennan, þunginn á verðskriðinu í þjóðfélaginu, er enn þá til staðar þrátt fyrir aðgerðir ríkisstj. Það er þetta sem fólk núna horfir fram á. Eftir að hafa lagt á sig gífurlega kjaraskerðingu með mikilli þolinmæði stendur launafólk nú frammi fyrir því að verðbólgan aukist á ný vegna stefnu ríkisstj. í ríkisfjármálum, peningamálum og varðandi erlendar skuldir, vegna þess að ríkisstj. hefur ekkert gert, nákvæmlega ekki neitt, til þess að draga úr þeirri þungu yfirbyggingu sem þetta þjóðfélag hefur á öxlunum. Þessi viðurkenning ríkisstj. á 40–45% verðbólguhraða er í raun og veru mjög athyglisverð og það er mikilvægt að fá hana fram. Ríkissj. viðurkennir að verðbólguhraðinn er þessi þrátt fyrir allt.

Í ræðu hæstv. forsrh. rakti hann nokkur markmið ríkisstj., sjö markmið. Eitt þeirra var: „Erlendar skuldir mega ekki aukast frá því sem nú er,“ — þegar ræðan var haldin væntanlega. Tillögur í frv. sem forsrh. var að mæla fyrir ganga út á það að auka erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins.

Í öðru lagi kemur fram í þessari upptalningu forsrh.: „Staða atvinnuveganna er enn þá mjög erfið, einkum sjávarútvegs og landbúnaðar.“ Ríkisstj. sem ætlaði að draga úr erlendum skuldum, ríkisstj. sem ætlaði að rétta við sjávarútveginn og landbúnaðinn, hún viðurkennir núna á eins árs afmæli sínu þetta sem forsrh. segir: „Staða atvinnuveganna er enn þá mjög erfið, einkum sjávarútvegs og landbúnaðar.“

Þriðja atriðið, sem hann nefnir, er: „Draga verður úr þenslu á peningamarkaðinum.“ Hvað er ríkisstj. að gera núna? Er hún að draga úr þenslu á peningamarkaðinum? Það er eitthvað annað. Það þarf ekki annað en að virða tölurnar fyrir sér til að sjá að till. ríkisstj., sem hér eru uppi, munu auka stórlega þenslu hér á peningamarkaðinum.

Síðasta atriðið, sem hæstv. forsrh. segist miða við, er: „Umsaminn kaupmátt þarf að vernda.“ Sem sagt, í ræðu sinni þegar hann mælti fyrir þessu frv., rakti forsrh. ein fjögur eða fimm atriði sem öll eru kafskotin í hans eigin till. Það er samkvæmnin í málflutningi ríkisstj.

Herra forseti. Ég vænti að það hafi komið fram hver er afstaða mín til þessa frv. í meginatriðum þó ýmislegt fleira mætti um það segja. Í nál. minni hl. kemur fram hver er afstaða stjórnarandstöðuflokkanna.

Ég ætla aðeins að ítreka að síðustu nokkrar spurningar.

Í fyrsta lagi spurði ég hæstv. forsrh.: Hvernig er ætlunin að beita 10% bindiskyldunni?

Í öðru lagi spyr ég hæstv. forsrh.: Er ætlunin að lækka endurkeypt afurðalán um 10%?

Í þriðja lagi spyr ég hæstv. forsrh. úf af fyrstu gr. frv.: Hvað er ætlunin að skera niður í einstökum rn.? Það kemur ekkert fram um það í þessu frv. fyrir utan niðurgreiðslurnar sjálfar. Að öðru leyti liggur ekkert fyrir um það hvernig ríkisstj. ætlar að skera niður útgjöld einstakra ráðuneyta.

Í fjórða lagi hef ég spurt hæstv. menntmrh. hvort hún muni horfa upp á það gerast að námslán lækki í 60% á síðari hluta ársins eða hvort hún muni beita sér fyrir lagfæringum og þá hvaða lagfæringar það eru.

Ég hef spurt hæstv. félmrh. hvort hann muni beita sér fyrir sams konar skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga á árinu 1985 og hann er að gera till. um hér fyrir árið 1984.

Ég hef einnig spurt hæstv. félmrh. hvort húsnæðislánakerfið fær 190 milljónirnar sem þarna er um að ræða. Og ég ætla að bæta við þeirri spurningu úr því að þessi mál ber á góma: Liggur útlánaáætlun Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir núna þegar flestar forsendur hennar hafa löngu verið afgreiddar héðan frá Alþingi?

Ég hef ekki, herra forseti, farið í einstökum atriðum yfir erlendu lántökurnar sem Framkvæmdasjóður á að taka. Forstjóri Framkvæmdastofnunarinnar, Tómas Árnason alþm., kom á fund fjh.- og viðskn. Nd. Það kom í ljós að hann vissi yfirleitt ekki hvernig átti að nota þessa fjármuni. Það eru þó litlar 680 millj. kr. sem þar er um að ræða. Væri fróðlegt að vita hvort hæstv. forsrh. gæti gert okkur nánari grein fyrir því hvernig á að nota þessar milljónir, þ. e. hvað er nýsköpun í atvinnuvegunum að mati ríkisstj., hvaða hugmyndir nákvæmlega liggja á bak við það, hvernig er gert ráð fyrir að verja 300 millj. kr. til sjávarútvegsins, eins og þarna er miðað við. Vill hæstv. forsrh. m. ö. o. gera nánari grein fyrir því með hvaða hætti á að lána það fé út sem þarna er gert ráð fyrir að Framkvæmdasjóður endurláni?