11.05.1984
Neðri deild: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5784 í B-deild Alþingistíðinda. (5095)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Setning 25. gr. þessa frv. gerir ráð fyrir stóraukinni peningaþenslu í þjóðfélaginu á því tímabili sem hér um ræðir. Ég tel að þau skilyrði sem gætu framkallað slíka þenslu séu ekki fyrir hendi og verði ekki á þessu og næsta ári nema síður sé. Auk þess tel ég að viðbótarbindiskylda, sem 25. gr. frv. gerir ráð fyrir, verði hún samþykkt og framkvæmd, muni hafa í för með sér gífurlega erfiðleika fyrir minni lánastofnanir, minni fyrirtæki og einstaklinga. Ég segi því nei.