11.05.1984
Neðri deild: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5786 í B-deild Alþingistíðinda. (5104)

276. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nái. meiri hl. fjh.- og viðskn. Nd. um mál nr. 276.

N. hefur rætt málið á fundum sínum. N. bárust erindi frá skrifstofustjórum í stjórnarráðinu, Dómarafélagi Reykjavíkur, saksóknara og vararíkissaksóknara, Benedikt Blöndal hrl. og launadeildar fjmrn. N. bendir á að röð embættisheita í upptalningu er ekki leiðbeinandi um launakjör.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 659. með breyt. sem fluttar eru á sérstöku þskj. Brtt. hljóða þannig:

Við 1. gr. Greinin orðist svo:

1. tölul. 2. málsgr. 1. gr. laganna orðist svo:

1. Ráðherra, hæstaréttardómara, ríkissaksóknara, ráðuneytisstjóra, rektors Háskóla Íslands, lögreglustjórans í Reykjavík, ríkisskattstjóra, biskups Íslands, póst- og símamálastjóra, yfirsakadómara í Reykjavík, yfirborgardómara í Reykjavík, yfirborgarfógeta í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík, tollgæslustjóra, borgardómara, borgarfógeta, sakadómara, sýslumanna, bæjarfógeta, héraðsdómara, rannsóknarlögreglustjóra, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, flugmálastjóra, forstjóra ríkisspítala, orkumálastjóra, rafmagnsveitustjóra ríkisins, vegamálastjóra, sendiherra, skattrannsóknastjóra, verðlagsstjóra né þeirra ríkisskattanefndarmanna sem hafa nefndarstörfin að aðalstarfi.“

2. gr. verður í samræmi við þetta. (Gripið fram í: Er ekki betra að telja upp þá sem eru eftir?) Það er meira verk að telja þá sem eftir eru.