14.05.1984
Efri deild: 97. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5825 í B-deild Alþingistíðinda. (5157)

261. mál, lyfjalög

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. hefur haft til umfjöllunar þetta frv. til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 49/1978.

Eins og fram kemur í nái. voru margir sem sendu nefndinni umsagnir, m. a. Apótekarafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, landlæknir, Neytendasamtökin, Félag ísl. stórkaupmanna og Læknafélag Íslands. Það kemur fram í nál. að nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með brtt. sem birtar eru á þskj. 861.

Eins og hv. þdm. er kunnugt hafa frv. í svo að segja sömu mynd verið flutt hér áður, líklega tvívegis. Það er því kominn tími til að afgreiða þetta mál sem er í meginatriðum smálagfæringar á núgildandi lyfjalögum.

Brtt., sem nefndin flytur, eru fjórar. Það er í fyrsta lagi brtt. við 8. gr. frv. Hún á ekki síst við tilraunastöðina að Keldum. Nefndin gerir till. um orðalagsbreytingu þar og leggur til að málsgr. orðist á eftirfarandi hátt: „Ef fyrirtæki eða rannsóknastofnun fæst við framleiðslu á ónæmisefnum handa dýrum má víkja frá ákvæðum 1. tölul. 3. mgr., enda sé tryggt að mati yfirdýralæknis og Lyfjaeftirlits ríkisins að hlutaðeigandi forstöðumaður hafi til að bera nægilega menntun og reynslu til að veita framleiðslunni forstöðu.“ Eins og greinin verður að samþykktri þessari breytingu er hér einvörðungu átt við Keldur.

Nefndin gerir till. um að 9. gr. frv. falli niður. Ástæðan fyrir því er sú að með vissum hætti stangast 9. gr. við ákvæði gildandi læknalaga.

Þá flytur nefndin brtt. við 12. gr. frv. Brtt. varðar 5. mgr. 12. gr., þar sem stendur í frv.: „Heimilt er að kalla til sérfræðinga til að vera lyfjanefnd til ráðgjafar þegar þurfa þykir.“ Nefndin leggur til að málsgr. orðist þannig: „Heimilt er að kalla til sérfræðinga og fulltrúa fagfélaga til að vera lyfjanefnd til ráðgjafar, þegar þurfa þykir, og skulu nánari ákvæði um það sett í reglugerð, sbr. 31. gr.“ Breytingin felur í sér heimild til nefndarinnar að kalla til fulltrúa fagfélaga þegar málefni eru til umr. sem snerta ekki síst fagfélögin. Hér er að vísu aðeins um heimild að ræða, en ég geri ráð fyrir því, og raunar er vikið að því, að nánari ákvæði í þessu efni verði sett inn í reglugerð. Það er vilji heilbr.- og trn. að svo verði gert og því hnykktum við á þessu atriði í þessari málsgr. Við teljum eðlilegt að fulltrúar fagfélaga verði kallaðir til þegar við á.

4. brtt., sem nefndin flytur á þskj. 861, er um að 16. gr. frv. falli niður. Það má segja það sama um þessa till. eins og till. nefndarinnar um að fella niður 9. gr., að 16. gr. stangast á vissan hátt á við ákvæði læknalaga og því ástæðulaust að hafa~á grein inni í frv.

Virðulegi forseti. g sé ekki ástæðu til að ræða þetta frv. frekar. Ég vil þó taka fram vegna 2. gr. frv. að ég veit ekki betur en heilbr.- og trn. hafi þann skilning að þar sé fremur um rýmkuð ákvæði að ræða varðandi vítamín og steinefni frá því sem áður hefur gilt. Að þessu frv. samþykktu er fremur gert ráð fyrir að um slíkt verði ákveðið í reglugerð.

Heilbr.- og trn. leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem ég hef nú kynnt.