14.05.1984
Neðri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5830 í B-deild Alþingistíðinda. (5170)

265. mál, Iðnlánasjóður

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 844 frá iðnn. Nefndin hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess. Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja og fylgja brtt.

Þótt lögin taki gildi skv. frv. hinn 1. júní 1984 hefst breytt gjaldtaka skv. 2. gr. ekki fyrr en á árinu 1985 af gjaldstofni ársins 1984.

Undir þetta rita allir nm., þ. e. Páll Pétursson, Ingvar Gíslason, Friðrik Sophusson, Gunnar G. Schram og Birgir Ísl. Gunnarsson. Með fyrirvara Hjörleifur Guttormsson og Kristín Halldórsdóttir.