14.05.1984
Neðri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5833 í B-deild Alþingistíðinda. (5178)

219. mál, bókasafnsfræðingar

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. N. hefur athugað þetta mál rækilega og orðið sammála um að mæla með samþykki þess óbreyttu. Þó er það samdóma álit n. og skilningur sem hún leggur áherslu á við afgreiðslu málsins að ákvæði laganna hafi ekki áhrif á ráðningu þeirra sem gegna störfum bókavarða við setningu laganna. Enn fremur er áhersla lögð á að greitt sé fyrir viðbótarfræðslu þeirra sem nú gegna bókavarðarstörfum. Í því felst að sjálfsögðu að þeir bókaverðir, sem ekki hafa nægilega menntun í sinni grein til að geta kallast bókasafnsfræðingar, eigi þess kost að haga störfum sínum með þeim hætti að þeir geti sótt þá menntun í æðstu menntastofnun þjóðarinnar.