14.05.1984
Neðri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5835 í B-deild Alþingistíðinda. (5196)

329. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Sjútvn. hefur komið saman og rætt það frv. sem hér liggur fyrir á fundum sínum og er sammála um að mæla með samþykki þess. Eins og frv. ber með sér er efni þess að greiða fyrir því að sú skuldbreyting í sjávarútvegi, sem nú er unnið að, geti farið fram. Hér er sem sagt gert ráð fyrir því að stjórn Fiskveiðasjóðs sé heimilt að ákveða að skuldbreytingarlán til fiskiskipa sem afgreidd verði á árinu 1984 megi nema allt að 90% af húftryggingarverðmæti þeirra.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta nema ástæða gefist til. Ég ítreka að n. varð sammála um að mæla með samþykki þess. Hv. 4. þm. Suðurl., Garðar Sigurðsson, var fjarverandi afgreiðslu málsins en í hans stað sat fund n. Elsa Kristjánsdóttir.