16.05.1984
Efri deild: 101. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5993 í B-deild Alþingistíðinda. (5322)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Frsm. meiri hl. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom við fyrri umr. fjölluðu samgn. beggja deilda sameiginlega um þetta mál. Það var því auðvelt fyrir samgn. Ed að afgreiða það þegar til hennar kom, enda mælir meiri hl. n. með því að það verði afgreitt héðan óbreytt frá því sem það kom úr Nd. Einn nm., hv. þm. Skúli Alexandersson, undirritar nál. með fyrirvara, einn nm. var fjarverandi, hv. þm. Karl Steinar Guðnason, og síðan kemur sérálit frá einum nm., hv. þm. Kolbrúnu Jónsdóttur.

Ég sé ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta. Meiri hl. n. leggur til að málið verði samþykkt eins og það kom frá Nd.