09.11.1983
Efri deild: 13. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (534)

71. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Athygli mín hefur verið vakin á því að í 3. gr. þessa frv. er gert ráð fyrir eflingu innlendrar garðávaxtaræktar. Það er mjög vel. Mér finnst að þetta mætti e.t.v. vera heldur ákveðnara, en við ræðum það seinna í landbn. ef málinu er vísað þangað. Ég ítreka aðeins það sem ég sagði áðan að ég held að við ættum að leggja höfuðáherslu á þetta atriði áður en við breytum reglum um innflutning á garðávöxtum.