16.05.1984
Efri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6004 í B-deild Alþingistíðinda. (5360)

258. mál, sala eyðijarðarinnar Írafells í Lýtingsstaðahreppi

Frsm. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja eyðijörðina Írafell í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Málið er komið frá Nd. og er sjálfsagt mál. Hér er meira að segja um að ræða kaup sveitarfélags á jörð og hefur landbn. Ed. Alþingis lagt til í nál. sínu að málið verði samþykkt óbreytt frá því sem það kom frá Nd. Alþingis.

Tveir nm. landbn. Ed. voru fjarstaddir við afgreiðslu n., hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, en aðrir nm. voru sammála um afgreiðslu málsins.