16.05.1984
Neðri deild: 90. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6006 í B-deild Alþingistíðinda. (5376)

271. mál, Hitaveita Suðurnesja

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir svohljóðandi nál. iðnn. á þskj. 886:

N. hefur rætt þetta mál ítarlega á fundum sínum, aflað margra umsagna og fengið til viðræðna Jóhannes Nordal stjórnarformann Landsvirkjunar, Jakob Björnsson orkumálastjóra, Halldór Jónatansson framkvæmdastjóra Landsvirkjunar og Halldór S. Kristjánsson lögfræðing í iðnrn.

N. telur að ekki sé sjálfgefið að selja báðar aðflutningslínur frá Elliðaám samtímis og leggur n. áherslu á að slík sala megi ekki verða til þess að raforkuverð til almennings annars staðar á landinu hækki.

N. mælir með samþykkt frv. með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þskj. Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja öðrum brtt.

Undir þetta skrifa: Páll Pétursson, Ingvar Gíslason, Birgir Ísi. Gunnarsson, Gunnar G. Schram, Kristín Halldórsdóttir og Friðrik Sophusson og með fyrirvara Hjörleifur Guttormsson.

Brtt. frá n. við málið er að finna á þskj. 887.

1. brtt. hljóðar þannig að í staðinn fyrir orðin „hvers konar önnur nýting jarðgufu og jarðvatns“ í c-lið 2. gr. komi: önnur nýting á jarðgufu og heitu grunnvatni.

2. brtt. er þannig að á eftir 3. gr. komi ný grein sem verði 4. gr. og orðist þannig: Við 13. gr. laganna (sbr. lög nr. 26/1980) bætist ný mgr. sem orðist þannig:

„Heimild til Hitaveitu Suðurnesja um að standa að virkjun jarðvarma til raforkuframleiðslu skal háð því skilyrði að áður hafi verið gerður samrekstrarsamningur við Landsvirkjun er tryggi að slíkt orkuver falli á hagkvæman hátt að heildarrekstri raforkukerfisins. Nái aðilar ekki samkomulagi skal ágreiningi skotið til iðnrh.“

3. brtt. er við 4. gr. sem verður þá 5. gr. Upphaf ákvæðis til bráðabirgða hljóði svo:

„Ríkissjóði er heimilt að selja Hitaveitu Suðurnesja háspennulínur í eigu Rafmagnsveitna ríkisins frá spennistöð við Elliðaár til Njarðvíkur svo og rafveitukerfi sín og stofnana ríkisins “ o. s. frv. eins og segir á þskj. 520.

Þetta voru sem sagt brtt. sem iðnn. var sammála um en síðan hefur hv. þm. Hjörleifur Guttormsson, einn nm., flutt á sérstöku þskj. aðra brtt.