16.05.1984
Neðri deild: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6020 í B-deild Alþingistíðinda. (5387)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil aðeins árétta það að þetta frv. kveður ekki á um bann við verkföllum Félags ísl. atvinnuflugmanna, heldur er hér gert ráð fyrir að hlutlaus aðili, eða Hæstiréttur, tilnefni þrjá menn í kjaradóm sem á að skila áliti fyrir 15. júní 1984 og ákveða þar með kaup og kjör þeirra félagsmanna í Félagi ísl. atvinnuflugmanna sem starfa hjá Flugleiðum. Skv. 8. gr. frv. eiga þessi lög að öðlast þegar gildi við samþykkt þeirra hér á Alþingi og gilda til 31. okt. 1984. Þetta eru því tímabundin lög, sem eiga að tryggja að eðlileg starfsemi félagsins geti átt sér stað á þessu sumri eða svokölluð sumarvertíð.