16.05.1984
Neðri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6034 í B-deild Alþingistíðinda. (5405)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil leiðrétta það, sem hér hefur komið fram og er útúrsnúningur úr mínum orðum, að ég hef aldrei lagt til að verkfallsréttur hins almenna verkamanns verði skertur. Það er misskilningur og það hefur aldrei verið lagt til af minni hendi.

Hins vegar get ég tekið undir það sem kom hér fram hjá hv. 3. þm. Vestf. að þetta vopn er notað af fleirum en verkamönnum og mér sýnist að því sé stundum það gáleysislega beitt að full þörf sé á því að löggjafinn setji þar almenn lög til þess að menn þekki leikreglurnar betur fyrir en menn gera í dag.