16.05.1984
Neðri deild: 95. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6054 í B-deild Alþingistíðinda. (5461)

62. mál, húsaleigusamningar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti, Félmn. hefur rætt þetta mál á fundum sínum og leggur til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Ed. Þar voru gerðar tvær breytingar á þessu frv.

Þetta frv. er fyrst og fremst gert til að koma í veg fyrir að leigusalar geti krafist óhæfilegra greiðslna fyrir fram fyrir húsnæði sem þeir leigja.

Á þskj. 905 leggur n. til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Guðmundur J. Guðmundsson var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.