09.11.1983
Neðri deild: 12. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (553)

70. mál, tóbaksvarnir

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt athugasemd.

Ég vildi taka það fram að það hvarflar ekki að mér að það dugi að banna tóbaksinnflutning. Ég þekki vel lögmál hinna forboðnu ávaxta, en það sem ég var að ýja að er tvöfeldnin og hræsnin sem er í því fólgin að ríkissjóður skuli vilja hagnast á tóbakssölu til landsmannanna. Mér finnst að ríkissjóður sé ekki það langt leiddur að honum ætti að vera sama við hvað hann er bendlaður. Það er alls ekki sama af hverju maður hefur tekjur sínar. Þar að auki skil ég ekki hvers vegna ríkissjóður vill skapa sér þau vandræði, þann kostnað, og þau vandamál, sem hljótast af tóbaksreykingum, með því að selja tóbak.

Það var stuttlega það sem ég vildi sagt hafa.