17.05.1984
Efri deild: 104. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6158 í B-deild Alþingistíðinda. (5534)

Um þingsköp

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Þá er þessari umr. um þingsköp væntanlega lokið. Ég vil þó aðeins minna hv. þdm. á það — og það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum — að forseti Ed. hefur reynt að komast hjá því að halda kvöldfundi í vetur. Það hefur stundum verið gert á þann veg að halda frekar fundi milli kl. 6 og 7, einmitt til þess að hv. þdm. þyrftu ekki að sitja á kvöldfundum þegar annríki hefur verið mikið. Það liggur væntanlega ljóst fyrir að þessi fundur er haldinn í kvöld til þess að létta á dagskránni vegna þeirra mála, sem við eigum eftir að taka til afgreiðslu, eins og hér hefur komið fram í kvöld, og eiga eftir að koma frá Nd. , með það fyrir augum að það mun vera samkomulag um að stefnt skuti að því að ljúka þingstörfum helst um helgina.