17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6180 í B-deild Alþingistíðinda. (5590)

Um þingsköp

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Í ljósi þessa ruglings, sem mér virðist vera orðinn á þm., ætla ég að lýsa því yfir að ég mun ekki taka þátt í afgreiðslu fleiri afbrigða í kvöld. Það eru nefnilega eftir á dagskránni mál eins og kosningar til Alþingis og stjórnarskipunarlög og ég ætla að reyna að standa nokkurn veginn klár á því til hvaða laga ég vakna í fyrramálið. Þess vegna mælist ég til þess að fundi verði nú slitið og þm. og starfsmönnum þingsins gefinn kostur á því að sofa, hvíla sig. En ef svo verður ekki mun ég ekki taka þátt í afgreiðslu neinna afbrigða.