17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6181 í B-deild Alþingistíðinda. (5591)

Um þingsköp

Gunnar G. Schram:

Herra forseti. Það er greinilegt að orðinn er nokkur ruglingur á þingstörfum. Vegna þess, sem hér hefur nýlega komið fram, vil ég taka fram að þegar forseti tók þetta mál á dagskrá og lýsti eftir ræðumönnum kom ég hér að forsetastól í þann mund og benti honum á að málið hefði komið frá Ed. með breytingum.

Því svaraði forseti: „Ég veit það.“ Og í beinu framhaldi af því lét hann fara fram atkvæðagreiðslu um málið og taldi það samþykkt. Þannig gekk þetta fyrir sig og ég vil undirstrika að formaður allshn. benti forseta á að ekki væri rétt að afgreiða málið eins og hann gerði þar sem breytingar voru komnar frá Ed. Vitanlega er framhald málsins í hans hendi.