17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6204 í B-deild Alþingistíðinda. (5609)

155. mál, kosningar til Alþingis

Kristín Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að klukkan er að byrja að ganga eitt og við höfum nú, bæði þm. og aðrir starfsmenn þingsins, þurft að vera hér fram eftir á hverju einasta kvöldi þessar vikur og ég tel að það sé ansi langt gengið ef fundur á að standa hérna fram eftir öllu enn eitt kvöldið. Ég vil því mælast til þess að forseti frestaði fundi svo að starfsfólkið og þm. geti fengið eðlilega hvíld. Það hafa staðið yfir nefndarfundir síðan snemma í morgun og hafa verið þingfundir hér á hverju kvöldi þessa viku og ég tel að við séum hér gjörsamlega að ofbjóða sérstaklega starfsfólki þingsins sem á mjög erfiða daga.