17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6208 í B-deild Alþingistíðinda. (5617)

Um þingsköp

Kristín S. Kvaran:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þessa ósk sem fram hefur komið og benda á það einnig að mér finnst Alþingi setja niður að ætla sér að afgreiða þetta mál hér á næturfundi. Það var talað fyrir þessu máli upphaflega á næturfundi og mér finnst þetta til háborinnar skammar fyrir Alþingi, fyrir utan það álag sem skapast á alla. Það sýndi sig best við afgreiðslu máls fyrr í kvöld að starfslið og alþm. eru hreinlega ekki í stakk búnir til þess að vita hvað verið er að gera. Í gær var beðið um hlé af fundartæknilegum ástæðum, væntanlega til að raða plöggum og öðru slíku. Ég held að kominn sé tími til þess að fólk fái að sofa almennilega nótt einu sinni og koma hér í sæmilegu ástandi á morgun til að ræða þetta mikilvæga mál.