18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6221 í B-deild Alþingistíðinda. (5652)

136. mál, hafnalög

Frsm. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. Svo sem þskj. bera með sér hefur hv. Nd. gert till. til breytinga á hafnalagafrv. eins og það var afgreitt héðan frá þessari deild. Þessar breytingar eru að vísu misjafnlega efnismiklar. 1. og 2. brtt. Nd. eru að sjálfsögðu ekki mjög mikilvægar, en aftur á móti bætist við ein grein sem veitir höfnum mikil réttindi ef fjármagn er til staðar. Og með því að það virðist liggja á lausu í Nd., þótt okkur hafi ekki verið kunnir þeir sjóðir hér efra, þá hefur samgn. Ed. orðið sammála um að mæla með frv. eins og það kom aftur til baka hingað í þessa virðulegu deild frá Nd.