18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6228 í B-deild Alþingistíðinda. (5660)

123. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég tek til máls nú til að spyrja hæstv. félmrh., sem nú er hér staddur hvaða afstöðu hann hefur til brtt. sem minni hl. hér í deildinni hefur flutt til laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, till. sem varðar þá yfirlýsingu sem hann og form. Sjálfstfl. gáfu og það ákvæði sem numið var brott úr stjfrv. því sem hafði verið samþykkt í ríkisstj. um að félagasamtökin Búseti fengju lánsrétt. Þetta er till. um ákvæði til bráðabirgða og er svohljóðandi:

„Félmrh. skal skipa nefnd til að gera till. um stefnumörkun varðandi byggingu leiguíbúða og semja frv. til l. um búseturéttarákvæði og kaupleigusamning. Stefnt verði að því að slíkt frv. verði lagt fram í byrjun næsta þings.“

Við lítum á þessa till. sem hjálpargagn félmrh. í baráttu hans við samstarfsmenn í ríkisstj. og samstarfsflokk sem beitti sér fyrir því að nema á brott ákvæði sem áður hafði verið samþykkt í stjórnarfrv.