18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6231 í B-deild Alþingistíðinda. (5668)

Um þingsköp

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð þeirra fundarmanna sem hér hafa talað á undan mér. Ég get ekki betur heyrt en þetta mál hafi verið tekið fyrir á fyllilega löglegum fundi og afgreitt með þeim hætti sem gerist í öðrum n. þó að þær séu ekki alveg fullskipaðar þegar málin eru afgreidd. Það er búið að skila nál. að hluta til út úr þessari n. og ég get ekki séð þeim aðilum neitt'að vanbúnaði, sem ekki gátu tekið þátt í því áliti, að skila sínu áliti þannig að það geti fengið hérna þinglega meðferð. Mér sýnist að bolabrögð af þessu tagi hljóti endanlega að spilla mjög fyrir allri þeirri samvinnu og þeim góðvilja sem við þurfum á að halda til að koma málum hér í gegn. Ég vil skora á þá aðila sem hér eiga hlut að máli að reyna nú að endurskoða afstöðu sína í þessu og kanna hvort ekki sé hægt að fá fram það álit sem á vantar til þess að þetta mál geti komið hér til umfjöllunar. Ég veit ekki hvort það er alveg þinglegt, en vegna þess tímaskorts sem margumtalaður er hér vildi ég lýsa þeirri hugmynd minni að það væri hugsanlegt að fresta þeim stóru atkvgr., eins og í húsnæðismálafrv., sem fyrir liggja ef það gæti orðið til þess að vinna einhvern tíma, þannig að við gætum fjallað um þetta mál hér.