17.10.1983
Neðri deild: 3. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

22. mál, þingsköp Alþingis

Forseti (Ingvar Gíslason):

Það hefur komið fram till. um að málið gangi til n. og er sjálfsagt að verða við því úr því að svo er. En ég vil hins vegar taka það fram að svipað mál var hér til umr. fyrir nokkrum árum, ég man nú ekki hversu langt er síðan, og þá var sá háttur á hafður að málið var kynnt með þeim hætti sem hæstv. forsrh. gerði nú og þar með að málið gengi ekki til n. á þeirri forsendu að það væri atmennt samkomulagsmál milli þingflokkanna. En úr því að fram kemur till. um n. er sjálfsagt að verða við því. En ég vil þá spyrja hæstv. iðnrh. upp á hvaða n. hann stingur, hvort það sé ekki allshn., hæstv. iðnrh.? (Iðnrh.: Já.)