18.05.1984
Neðri deild: 97. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6278 í B-deild Alþingistíðinda. (5721)

154. mál, stjórnarskipunarlög

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til stjórnarskipunarfaga um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.

N. hefur fjallað um frv. N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hl. n. telur óhjákvæmilegt að samþykkja frv. óbreytt eins og það var afgreitt á síðasta þingi. Minni hl. skilar hins vegar séráliti á öðru þskj. og mun hv. þm. Kristín Halldórsdóttir mæla fyrir því nál.

Það er óþarfi að hafa mörg orð um þetta frv. Það hefur nú í dag og undanfarna daga verið rætt ásamt máli nr. 155 um breytingar á kosningalögum, enda er eðlilegt að umr. hafi farið fram saman um þessi tvö frv. Frv. þetta er samhljóða frv. sem flutt var af hæstv. ráðh. Geir Hallgrímssyni og hæstv. ráðh. Steingrími Hermannssyni, hv. þm. Svavari Gestssyni og Magnúsi H. Magnússyni og samþykkt var á síðasta þingi og var síðan lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi skv. ákvæðum 79. gr. stjórnarskrár lýðveldisins.