18.05.1984
Neðri deild: 97. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6278 í B-deild Alþingistíðinda. (5724)

154. mál, stjórnarskipunarlög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Þar sem 1. gr. þessa frv. kveður á um þá breytingu að þeir sem verða 18 ára og eldri eigi kosningarrétt og ég er hlynntur því að sú breyting eigi sér stað segi ég já. (Gripið fram í.) Er það? Hvaða mál er á dagskrá? (Forseti: Málið sem á dagskrá er er 10. dagskrármálið, stjórnarskipunarlög. Og hv. þm. bað um nafnakall um þetta mál, auk þess sem hann hefur reiður á bókunum fundarins.)

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á því að ég áttaði mig ekki á því í önn dagsins að kínverska aðferðin yrði notuð þegar kæmi að atkvgr. og byrjað neðst. En þar sem það hefur leiðrést og það eru stjórnarskipunarlögin sem eru hér til umr. en ekki kosningalögin, þá segi ég nei. (Forseti: Forseti vill nú taka það fram að þetta var eðlileg afgreiðsla af forseta að taka þetta mál fyrir nú, því við vorum að ljúka umr. um það. Síðan verða greidd atkv. um hitt frv.)