18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6291 í B-deild Alþingistíðinda. (5739)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Við fengum að reyna alvöru þess í gær, óbreyttir nm. í allshn. Nd., að það eru spauglaus orð sem koma úr forsetastól og þau blífa. Ég vona þó að það verði samkomulagsatriði milli forseta og skrifstofustjóra — að sjálfsögðu hef ég bókað eins og fram kom hvað hér gerðist — en ég ætla þeim að leysa það í sameiningu og vona að það valdi ekki misskilningi.