18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6292 í B-deild Alþingistíðinda. (5742)

156. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. nr. 983. Það nál. er við 156. mál sem er frv. til l. um breytingu á lögum um sveitarstjórnarkosningar nr. 51/1962 og sbr. lög nr. 5/1966 og 7/1978. Hér er um frv. að ræða sem birt var sem fskj. með frv. til stjórnarskipunarlaga sem samþykkt var á síðasta þingi. Það er nú flutt í tengslum við frv. til staðfestingar á þeim stjórnarskipunarlögum og frv. til l. um kosningar til Alþingis. Allshn. deildarinnar hefur athugað þetta mál og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Ég vil taka fram að við afgreiðslu málsins voru fjarstaddir Pálmi Jónsson og Guðmundur Einarsson.