18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6292 í B-deild Alþingistíðinda. (5744)

156. mál, sveitarstjórnarkosningar

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil spyrjast fyrir um það hvort þau mál sem tekin eru fyrir nú á þessum fundi, þ. á m. þetta sem nú á að fara að ganga til atkvæða um, séu núna tekin fyrir vegna þess að þau séu samkomulagsmál úr nefnd. Það stendur svo á um fleiri mál sem eru á dagskrá þessa fundar og var samkomulag um í nefnd og eru hér til 2. umr. og komu af tæknilegum ástæðum ekki til umr. nú í fyrradag sem annars hefði getað verið og tekið harla lítinn tíma. Þetta veldur því að mjög erfitt verður um afgreiðslu nokkurra samkomulagsmála sem hér eru á dagskránni og eiga eftir að fara til Ed. og hefði verið hægurinn hjá að koma þeim áfram, að ég held, ef þau hefðu verið tekin þar í röðinni sem hægt hefði verið.