18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6293 í B-deild Alþingistíðinda. (5748)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Um það varð samkomulag, sem forseti tók þátt í, að ljúka skyldi þessum fundi kl. 7 eða um kvöldmatarleyti, ef ríflega er til orða tekið, og þá var einnig gert ráð fyrir því að lokið yrði umr., þ. e. 2. og 3. umr., um 7. og 8. dagskrármál. Einnig hefur orðið samkomulag nú þegar um að 20. dagskrármálið yrði látið fylgja þessum tveimur málum. Umr. urðu allmiklar við forseta í gær milli þingflokksformanna og ýmissa annarra þm. að álagið á starfsmenn þingsins og þm. væri orðið afar mikið, sífelldir næturfundir, og var þess sérstaklega óskað að ekki yrði stefnt að næturfundi eins og ég hef sagt og þessum fundi yrði lokið um sjöleytið og með því fororði sem hér hefur verið greint frá. Það er þess vegna ekki verið að skjóta nemum málum til hliðar þó að önnur mál hafi ekki verið hér tekin fyrir.