18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6293 í B-deild Alþingistíðinda. (5750)

Um þingsköp

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil aðeins að það komi fram að það sem veldur því að íslensk málnefnd kom ekki fyrr fyrir þessa deild var það að ég kom til móts við óskir nm., þ. á m. flokksbróður Svavars Gestssonar, um að ná samkomulagi í málinu. Það er af þeim sökum sem málið liggur ekki fyrir til afgreiðslu í þessari deild og hefði tafið störf deildarinnar skemur en orðið er ef það hefði verið tekið á dagskrá í dag.