19.05.1984
Efri deild: 107. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6306 í B-deild Alþingistíðinda. (5760)

354. mál, landflutningasjóður

Frsm. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. samgn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um breytingu á lögum um Landflutningasjóð. Þannig er háttað að þar hefur verið inni gagnkvæmt ákvæði varðandi ríkissjóð og þá sem eru rétthafar í þeim sjóði um greiðslur í sjóðinn. Hins vegar hefur reyndin orðið sú að ríkissjóður hefur ekki greitt til sjóðsins eins og lög mæla fyrir og komið hafa fram óskir um að hér yrði komið á jafnræði þannig að þeir sem eru rétthafar í sjóðnum hefðu ekki fremur skuldbindingu. Með tilliti til þess eru þær breytingar, sem fluttar eru í frv. til að mæta þeim sjónarmiðum, fram komnar. Samgn. Ed. er sammála því sem fram kemur í nál. samgn. Nd. og mælir með því að frv. verði samþykkt.