19.05.1984
Efri deild: 107. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6323 í B-deild Alþingistíðinda. (5770)

71. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er svo komið að við erum að komast í tímaþröng, bæði með þetta mál og önnur sem eru á dagskrá fundarins. Eins og kunnugt er hefst fundur í Sþ. kl. tvö. Ég hafði hugsað mér að reyna að slíta þessum fundi í síðasta lagi 10 mínútum fyrir tvö til þess að hægt væri að setja nýjan fund með einu máli sem þá yrði á dagskrá. Ég get því ekki annað gert en höfðað til þeirra hv. þm. sem eiga eftir að tala nú og beðið þá að taka tillit til þessa og reyna eftir mætti að stytta mál sitt. Það má segja að fulltrúar allra hafi nú þegar tapað svo að sjónarmið ættu að vera komin fram. En ég bið menn að hafa þetta í huga.