19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6331 í B-deild Alþingistíðinda. (5792)

30. mál, almannatryggingar

Frsm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til l. sem er 30. mál þessa þings á þskj. 30. Mál þetta er hið þarfasta og miðar að því að koma til móts við foreldra fleirbura með lengdu fæðingarorlofi. Málið hefur dvalið með hv. heilbr.- og trn. Nd. veturlangt, en yfirgefur hana nú með einhug að baki. Mælir nefndin með því að frv. þetta verði samþ. óbreytt. Undir nál. rita auk mín Guðmundur Bjarnason, Friðrik Sophusson, Guðmundur H. Garðarsson, Guðrún Helgadóttir, Bjarni Guðnason og Ólafur G. Einarsson.