19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6332 í B-deild Alþingistíðinda. (5796)

318. mál, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á þskj. 958. Nefndin hefur athugað málið. Kvaddi hún á sinn fund Þorstein Geirsson og Árna Kolbeinsson úr fjmrn., Kristján Thorlacius og Harald Steinþórsson frá BSRB og Guðmund Árnason frá Kennarasambandi Íslands. Nefndin varð ekki sammála um afgreiðslu málsins en meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Undir þetta rita Páll Pétursson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og Halldór Blöndal. Svavar Gestsson skilar ekki nál. Hann mun styðja brtt. minni hl. en mun styðja frv. hver sem afdrif þeirrar brtt. verða.