19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6335 í B-deild Alþingistíðinda. (5802)

25. mál, lántaka Áburðarverksmiðju ríkisins

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er rétt að við skiptumst aðeins á við þetta og ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 957 um frv. til l. um lántöku Áburðarverksmiðju ríkisins. Þetta er nál. fjh.- og viðskn.

Nefndin hefur athugað frv. á fundum sínum og leggur nefndin til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 25. Guðrún Agnarsdóttir, sem sat fundi nefndarinnar, er einnig samþykk afgreiðslu málsins en með fyrirvara. Undir þetta skrifa Páll Pétursson, formaður og frsm., Svavar Gestsson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og með fyrirvara Guðmundur Einarsson fundaskr., Kjartan Jóhannsson og Halldór Blöndal.

Hér er um að ræða að lögfesta brbl. sem gefin voru út 30. mars 1983. Búið er að eyða þessum peningum sem þarna voru teknir og við leggjum til að þetta frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 25.