19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6340 í B-deild Alþingistíðinda. (5814)

Um þingsköp

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegur forseti. Ég vil gera aths. við það að forseti tók þetta mál á dagskrá og lauk umr. án þess að gera mér aðvart. Ég sat þó í mínu sæti í Ed. eins og lög gera ráð fyrir. Að höfðu sambandi við skrifstofustjóra Alþingis hef ég leyfi hans til að segja, að þessi málsmeðferð er ekki bara óvenjuleg, en ekki skv. venjum eða þingsköpum. Hafði ég því hugsað mér að draga frv. út af dagskrá, en mun ekki gera það eins og málum er nú háttað að höfðu samráði við forsrh.