19.05.1984
Neðri deild: 100. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6340 í B-deild Alþingistíðinda. (5822)

318. mál, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. minni hl. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Með því að fella þær brtt. sem við Guðmundur Einarsson fluttum hér við þetta frv. tók deildin það á sig að láta vera í lögum afturvirka réttindasviptingu án nokkurs aðlögunartíma. Við höfum ekki hugsað okkur að endurflytja brtt. af þessu tagi við þessa umr. en ég vara deildina við því að hafa gengið með þessum hætti frá þessu máli sem að öðru leyti er mjög gott.