19.05.1984
Neðri deild: 100. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6345 í B-deild Alþingistíðinda. (5847)

316. mál, tannlækningar

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Út af þessari síðustu fsp. þá eru til fordæmi þessa sem hefur verið farið fremur léttilega með. T. d. við umsókn um ríkisborgararétt, sem við vorum að afgreiða, verða að liggja fyrir vottorð um að viðkomandi umsækjandi skilji og tali íslensku. Við þekkjum sennilega öll marga sem fengið hafa ríkisborgararétt og hversu sterkir þeir hafa sumir hverjir verið í íslenskunni. Ég býst við að flestir ráðherrar muni ekki beita mikilli hörku í sambandi við kunnáttu þess frekar en við veitingu ríkisborgararéttar. A. m. k. mun ég ekki verða mjög strangur á meðan ég verð heilbr.- og trmrh. ef frv. verður að lögum.