19.05.1984
Neðri deild: 100. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6345 í B-deild Alþingistíðinda. (5848)

316. mál, tannlækningar

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég ætta að taka undir þetta sem hv. þm. Kjartan Jóhannsson sagði um íslenskukunnáttu tannlækna. Mér hefur aldrei tekist að eiga uppbyggjandi samræður við tannlækninn minn eðli málsins vegna, vegna þess hvernig þessar aðgerðir fara fram. Ég held því að það sé alveg óþarfi að gera strangar kröfur til þeirrar stéttar um íslenskukunnáttu.