19.05.1984
Sameinað þing: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6364 í B-deild Alþingistíðinda. (5867)

337. mál, stofnun smáfyrirtækja

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Það hefði kannske verið nær að tala svolítið í hinu málinu, það er nokkuð sérstakt, en þess vegna bið ég um orðið að ég var ekki alveg sammála þeirri afgreiðslu sem málið fékk í n. og ég var svo sem ekki viss um að allar forsendur sem til voru fyrir fríiðnaðarsvæði ættu við eftir að tollamúrum mörgum hefur verið hrundið og ýmsu öðru af því tagi.

Ég sé, herra forseti, ekki ástæðu til að fara í tímaskorti á lokadögum þingsins að flytja langa ræðu í þessu máli. Ég held að flm., núverandi og fyrrverandi áhugamenn um fríiðnaðarsvæði, ættu að ígrunda þetta mál sjálfir dálítið betur áður en farið verður í dýra og umfangsmikla könnun á þessu máli þar sem ég tel að það séu ákaflega litlar forsendur eftir til þess að setja slíkt á laggirnar.