21.05.1984
Efri deild: 109. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6410 í B-deild Alþingistíðinda. (5926)

40. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Ég hef fallist á þá niðurstöðu sem Nd. komst að sem samkomulagsleið í málinu og vil því ekki greiða atkvæði með frávísunartillögunni. En ég vil taka það fram í þessu sambandi að ég tel að allir eignaraðilar eigi að greiða fasteignaskatt, einnig félagasamtök, og hefði mátt gera þá bragarbót á frv. En sem sagt ég segi nei við frávísunartillögunni.