21.05.1984
Efri deild: 110. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6413 í B-deild Alþingistíðinda. (5936)

298. mál, áfengislög

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 3. þm. Vesturl. þessar upplýsingar. Mér þykir sannast sagna vænt um það að hann gerði ráðstafanir til þess að hafa samband við þetta ráð, bæði eftir ábendingu sem hér kom fram varðandi n. og eins örugglega að eigin frumkvæði, og væri betur að hv. n. Nd. hefði haft sömu vinnubrögð. Ég geri mér ljóst að menn hafa sínar skoðanir hér í þessu máli og ætla sér að koma þessu máli hér í gegn, að vísu að lítt athuguðu máli örugglega. En hitt er staðreynd að til þessa ráðs eiga þingnefndir að snúa sér og ég fagna því að það skuli hafa verið gert þó að ekki hafi orðið meiri árangur en raun ber vitni.