21.05.1984
Neðri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6499 í B-deild Alþingistíðinda. (6012)

37. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti meiri hl. fjh.- og viðskn. sem prentað er á þskj. 824.

Nefndin hefur athugað frv. á fundum sínum. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meiri hl. telur óeðlilegt að veita einungis þeim, sem bera tekjuskatt, ívilnun vegna tannviðgerða og leggur til m. a. vegna þess að frv. verði vísað til ríkisstj.

Undir þetta skrifa Páll Pétursson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson og Halldór Blöndal.