21.05.1984
Neðri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6514 í B-deild Alþingistíðinda. (6028)

221. mál, jarðalög

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Eins og glögglega hefur komið fram hér í umr. hafa þm. haft ýmislegt við þetta frv. til l. að athuga og margir hefðu kosið að hér væri framkvæmd á þessu þingi gagnger endurskoðun á lögunum. Hins vegar er það yfirlýst af hálfu bæði hæstv. landbrh. núna og formanns landbn. í þessari hv. deild að það verði farið í ítarlega endurskoðun, jafnframt því sem hér hefur verið flutt brtt. sem var mælt fyrir rétt í þessu. Með hliðsjón af þessu tvennu mun ég ekki flytja þá ræðu sem ég hafði hugsað mér að flytja um þetta mál núna, heldur geyma mér það til betri tíma.