21.05.1984
Neðri deild: 103. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6532 í B-deild Alþingistíðinda. (6065)

302. mál, atvinnuréttindi vélfræðinga

Frsm. minni hl. (Kristín Halldórsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1088 sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Þetta frv. er náskylt frv. til l. um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna sem undirrituð leggja til að verði afgreitt með rökstuddri dagskrá. Enda þótt ljóst sé að ágreiningur er ekki jafnmikill um þetta frv. telja undirrituð eðlilegt að þessi tvö mál fylgist að og leggja því til að þetta frv. verði afgreitt á sama hátt og 301. mál með svofelldri rökstuddri dagskrá: Þar sem áríðandi er að tekist hafi sæmileg sátt milli löggjafarvaldsins annars vegar og hagsmunaaðila hins vegar um efni frv., sem snertir starfsréttindi og menntun sjómanna, samþykkir deildin að taka fyrir næsta mál á dagskrá.“

Undir þetta nál. ritar auk mín hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon.

Um frekari rökstuðning vísast til nál. minni hl. samgn. á þskj. 1087 sem framsögumaður þess álits mun gera nánari grein fyrir í umr. um það mál.