14.11.1983
Sameinað þing: 18. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

Rannsókn kjörbréfa

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 14. nóv. 1983.

Eiður Guðnason, 5. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Magnús H. Magnússon Vestmannaeyjum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed."

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 14. nóv. 1983.

Karl Steinar Guðnason, 6. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess að 2. varamaður landsk. þm. Alþfl., Árni Gunnarsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed."

Með þessum bréfum fylgja kjörbréf Magnúsar H. Magnússonar og Árna Gunnarssonar. Vil ég leyfa mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréf þeirra beggja til rannsóknar. Á meðan verður fundinum frestað um 5 mínútur. — [Fundarhlé.]